Innlent

Eldur í gaskút

mynd úr safni
Minnstu munaði að mikil sprenging varð í gagnvari Verne á Ásbrú í Reykjanesbæ í morgun þegar eldur kom upp í gaskúti. Slökkviliðið var kallað til og náði að ráða niðurlögum eldsins en súrefnisflaska sem var við hlið gaskútsins var orðin sjóðandi heit og hefði getað sprungið. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. Vel gekk að ráð niðurlögum eldsins, sem var ekki mikill. Enginn slasaðist og engar skemmdir urðu á húsnæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×