Innlent

Ekkert óeðlilegt við bókhald Kvikmyndaskólans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ríkisendurskoðun telur ekkert óeðlilegt við bókhald Kvikmyndaskóla Íslands.
Ríkisendurskoðun telur ekkert óeðlilegt við bókhald Kvikmyndaskóla Íslands.
Ekkert bendir til þess að framlög úr ríkissjóði til Kvikmyndaskóla Íslands hafi verið varirð til óskyldrar starfsemi eða að fjármunir hafi runnið með óeðlilegum hætti út úr rekstri skólans. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem hefur farið yfir fjármál skólans.

Niðurstaða Ríkisendurskoðandans er að framlögin úr ríkissjóði hafi runnið til þeirrar starfsemi sem tilgreind er í styrktarsamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis við skólann. Ríkisendurskoðun segir þó að vegna lausafjárskorts hafi bókhald skólans ekki verið fært frá því í mars síðastliðnum. Sú niðurstaða breyti þó ekki niðurstðu Ríkisendurskoðunar.

Ríkisendurskoðun segir að fjárhagsv anda skólans megi rekja til þess a nemendum var fjölgað langt umfram viðmið styrktarsamningsins. Vegna hinnar alvarlegu fjárhagsstöðu skólans bendir Ríkisendurskoðun á að stofnanir ríkisins og aðilar sem ríkið hefur samið við um að veita ákveðna þjónustu eigi ekki að stofna til fjárhagsskuldbindinga fyrr en formleg fjárveiting liggi fyrir.

Eins og kunnugt er hefur skólahald í Kvikmyndaskóla Íslands legið niðri vegna þess að óvissa ríkir um fjármögnun hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×