Erlent

Heilt íshokkílið fórst í rússnesku flugslysi

Heilt íshokkílið fórst þegar farþegaþota hrapaði skömmu eftir flugtak í vesturhluta Rússlands í dag.

Alls létust 43 í slysinu en vélin var af gerðinni Yak-42. Hún hafði tekið á loft frá flugvelli í nágrenni borgarinnar Jaroslavl á bökkum Volgu. Að minnsta kosti einn komst lífs af úr slysinu.

Liðið sem um ræðir er hokkíliðið Lokomotiv frá Jaroslavl. Það var á leiðinni til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, þegar þotan hrapaði.

Meðal leikmanna liðsins höfðu nokkrir spilað með liðum sem kepptu í bandarísku hokkídeildinni NHL.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×