Sport

Wozniacki þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Caroline Wozniacki frá Danmörku þurfti að hafa mikið fyrir því að komast í  átta manna úrslit opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gær
Caroline Wozniacki frá Danmörku þurfti að hafa mikið fyrir því að komast í átta manna úrslit opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gær AFP
Caroline Wozniacki frá Danmörku þurfti að hafa mikið fyrir því að komast í  átta manna úrslit opna bandaríska meistaramótsins í tennis í gær. Wozniacki, sem er efst á heimslistanum, rétt marði Svetlana Kuznetsova frá Rússlandi í leik sem stóð yfir í rúmlega þrjá tíma.

Wozniacki hefur aldrei sigrað á stórmóti tapaði fyrsta settinum 6-7, en hún vann næstu tvö sett 7-5 og 6-1. Kuznetsova komst 4-1 yfir í öðru setti en Wozniacki náði að snúa við blaðinu. Í næstu umferð mætir sú danska Andrea Petkovic frá Þýskalandi.

Í átta manna úrslitum mætast:

Caroline Wozniacki, Danmörk - Andrea Petkovic, Þýskaland:

Serena Williams, Bandaríkin - Anastasia Pavlyuchenkov, Rússland:

Sigurvegararnir úr þessum viðureignum mætast í undanúrslitum:

Angelique Kerber, Þýskaland - Flavia Pennetta, Ítalía:

Samantha Stosur, Austurríki - Vera Zvonareva, Rússland:

Sigurvegararnir úr þessum viðureignum mætast í undanúrslitum:             




Fleiri fréttir

Sjá meira


×