Innlent

Forsætisráðherra stendur við fyrri yfirlýsingar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra stendur við yfirlýsingar á þingi. Mynd/ Stefán Karlsson.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra stendur við yfirlýsingar á þingi. Mynd/ Stefán Karlsson.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra stendur að fullu við yfirlýsingar sínar um að hlutur launa í landsframleiðslu hefði lækkað mikið og aldrei verið lægri. Ummælin lét hún falla í umræðum á Alþingi á föstudaginn. Samtök atvinnulífsins rengja þessar tölur forsætisráðherrans Umrædd hlutföll, 59% og 72%, séu af hugtakinu vergum þáttatekjum, ekki landsframleiðslu. Vergar þáttatekjur eru mun lægri fjárhæð en verg landsframleiðsla, segja Samtök atvinnulífsins. Jóhanna Sigurðardóttir segist, í yfirlýsingu á stjórnarráðsvefnum, hafa stuðst við tölur Hagstofunnar og vísar ásökunum um rangfærslur á bug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×