Innlent

Arineldur veldur uppþoti í Asparfelli

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Eldsvoðinn í Asparfelli reyndist ekki vera annað en bjarmi af arineldi sem speglaðist í rúðum einnar íbúðar í húsinu. 5 bílar frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru sendir á staðinn. Þegar þeir komu á vettvang var ekki um neinn eldsvoða að ræða.

„Það var ekkert að gerast. Þetta var bara arineldur sem speglaðist svona fallega og fólk hélt að íbúðin væri alelda" segir slökkviliðsmaður á vakt. „Svona er þetta."


Tengdar fréttir

Eldsvoði í Asparfelli

Hringt var vegna eldsvoða í Asparfelli í Breiðholti nú rétt í þessu. Þrír dælubílar og tveir körfubílar frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru samstundis sendir á staðinn. Ekki er enn vitað hve alvarlegur eldsvoðinn er og slökkviliðið vill ekki tjá sig frekar um málið í bili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×