Innlent

Árangur skógræktar kemur í ljós

Árangur skógræktarátaks, sem hófst fyrir tuttugu árum, er nú að koma í ljós og landið mun klæðast miklum skógi á næstu árum og áratugum, segir formaður Skógræktarfélags Íslands. Helsta áhyggjuefni skógræktarmanna er þó sauðkindin, enn sem fyrr.

Skógræktarmenn héldu hátíð í Hvalfirði um síðustu helgi þegar þeir opnuðu skóginn við Fossá formlega sem útivistarsvæði fyrir almenning. Skógarbreiðum sem þessum er að fjölga.

Forystumenn skógræktarfélaga landsins eru í Grundarfirði um helgina á aðalfundi og þar er sauðkindin enn á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×