Innlent

Kuupik Kleist á leiðinni til landsins

Kuupik Kleist kemur til landsins í byrjun næstu viku.
Kuupik Kleist kemur til landsins í byrjun næstu viku. Mynd / Wikipedia
Kuupik Kleist, formaður grænlensku landstjórnarinnar, kemur í opinbera heimsókn til Íslands mánudag, 5. september til 7. september samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu.

Hann mun eiga fundi með forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra og ræða sameiginleg hagsmunamál Íslands og Grænlands, auk þess sem hann snæðir kvöldverð í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar.

Á meðan dvöl formanns grænlensku landsstjórnarinnar stendur mun hann heimsækja Alþingi, kynna sér orkumál og öryggis- og björgunarstörf ofl. Í tengslum við heimsóknina efnir Íslandsstofa einnig til sérstakrar kynningar á tækifærum til viðskipta og fjárfestinga fyrir íslensk fyrirtæki á Grænlandi,  þriðjudaginn 6. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×