Innlent

Irene herjar á Ísland

Helstu óþægingi Íslendinga vegna Irene verða líklega mikil rigning.
Helstu óþægingi Íslendinga vegna Irene verða líklega mikil rigning.
Eins og flestir hafa eflaust orðið varir við hefur fellibylurinn Irene haldið innreið sína til landsins með tilheyrandi úrkomu. Irene telst tæplega fellibylur lengur, aðeins hefðbundin lægð.

Árni Sigurðsson, veðurfræðingur, segir að enn hafi Irene ekki gengið á land í öllu sínu veldi, hún sé sem stendur að dóla sér suður af landinu. „Það sem veldur úrhellinu sem hófst í morgun eru skil frá Irene sem eru núna yfir landinu." segir Árni, en með skilum er átt við svæði þar sem heitt og kalt loft mætast. Það veldur því að heita loftið stígur upp yfir kalda loftmassann, kólnar og þéttist í hæðunum og hrynur svo niður í formi rigningar.

„Við getum búist við því að Irene gangi á land næstkomandi laugardagsmorgun," segir Árni, en sem stendur virðist hún stefna upp að suðurströnd landsins og yfir Faxaflóa.

Líklega mun rigna töluvert á landinu í dag og á morgun vegna Irene, en við þurfum þó ekki að óttast að veðrið versni meira. Þegar Irene loks gengur á land hér mun hún hafa grynnst mjög. Fljótlega eftir landtöku hennar mun hún gufa upp og hverfa.

„Við Íslendingar þurfum því ekki að óttast nein allsherjar flóð eða dauðsföll," segir Árni í lokin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×