Innlent

Tvítugur síbrotamaður dæmdur fyrir bankarán

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lýst var eftir manninum rétt eftir bankaránið. Hann náðist á endanum.
Lýst var eftir manninum rétt eftir bankaránið. Hann náðist á endanum.
Nítján ára gamall piltur hefur verið dæmdur í árs fangelsi fyrir bankarán í Arion banka í Hraunbæ þann 5. janúar síðastliðinn auk fjölda annarra smærri brota.

Maðurinn fór inn í bankaútibúið með hulið andlit og vopnaður steinhelllu. Hann skipaði gjaldkera að afhenda sér peninga og henti steinhellunni á næstu gjaldkerastúku með þeim afleiðingum að gler brotnaði. Hann hafði enga peninga upp úr krafsinu. Maðurinn var jafnframt fundinn sekur um að hafa tvisvar stolið bifreiðum í ágúst í fyrra, fjölmarga þjófnaði og fjársvik. Maðurinn játaði öll brot sín fyrir dómi.

Þrátt fyrir ungan aldur á maðurinn mikinn afbrotaferil að baki, allt frá 16 ára aldri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×