Innlent

Fljúga oft milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Keflavík er á Topp 10 listanum.
Keflavík er á Topp 10 listanum. Mynd/ GVA.
Keflavíkurflugvöllur er í hópi tíu flugvalla sem farþegar á Kastrupflugvelli í Danmörku fljúga helst til og frá. Í sumar flugu nærri 142 þúsund farþegar á milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur, samkvæmt tölum vefsíðunnar Túristi.is.

Þetta er aukning um sjö prósent frá því í fyrra og mesti fjöldi á þessari flugleið síðan sumarið 2008. Hafa ber í huga að farþegarnir eru taldir þegar þeir lenda og líka þegar þeir fara, og öfugt. Þeir eru því sennilega velflestir tvítaldir.

London er sá áfangastaður sem langflestir farþegar á Kastrup fljúga til. Höfuðborgir hinna Norðurlandanna eru þó allar á listanum ásamt París, Frankfurt, Barcelona, Amsterdam. Þá er danska borgin Álaborg einnig á listanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×