Innlent

Grein um Ísland vekur athygli

Ísland býr að óspjallaðri náttúru. Myndin er af fossinum Dynjanda.
Ísland býr að óspjallaðri náttúru. Myndin er af fossinum Dynjanda.
Er kannski kominn tími til að bræðurnir Ísland og Noregur sameinist? spyr Norðmaður, búsettur á Íslandi, í grein sem hann birti í norska blaðinu „Dagbladet" í dag. Greinin vakti athygli og í kvöld var hann boðaður í viðtal á sjónvarpsstöðinni Nrk2.

Í greininni reifar hann ástandið á landinu, hleypur hratt yfir sögu; nefnir að aðgerðarpakka AGS sé lokið á landinu, innistæður þrotabús Landsbankans muni ganga upp í allar forgangskröfur, að fjölskyldur séu enn þjakaðar af skuldum og að margir hafi flúið til Noregs.

Hann segir frá áformum Kínverjans Huang Nubo um fjárfestingar og hótelbyggingar, og bjartsýninni sem þau áform hafa vakið á ákveðnum svæðum. Svo spyr hann hví Noregur, sem standi ágætlega fjárhagslega séð, hafi ekki notað tækifærið og fjárfest á Íslandi. Ísland búi að mannauð, hreinni orku, ósnortinni náttúru, fiski og nú séu jafnvel líkur á að olía finnist á Drekasvæðinu. Landið sé því vænlegur fjárfestingakostur.

Nú sé tækifærið, efnahagslega séð, segir hann í greininni. Löndin tvö ættu að standa betur saman og vinna að þróun hefðbundinnar og grænnar orku í sameiningu. Löndin séu enda fornir bræður.

Greinina má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×