Innlent

Saklausar myndir af börnum misnotaðar

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Dæmi eru um að sakleysislegum myndum af börnum sem teknar eru í skóla- eða tómstundastarfi sé breytt og þær jafnvel teknar úr samhengi og birtar á ótengdum heimasíðum. Framkvæmdastjóri Heimila og skóla segir mikið leitað til samtakanna vegna slíkra mála.

Samtökin sjá ástæðu til þess að brýna fyrir skólum, frístundaheimilum og öðrum í íþrótta- og tómstundastarfi með börnum og unglingum að fara gætilega með ljósmyndir úr starfi sínu.

Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimils og skóla, segir að dæmi séu um að myndir hafi verið notaðar til að leggja ungmenni í einelti og að sakleysislegar barnamyndir séu settar inn á heimasíður sem að hafa allt annað í hyggju en upprunalega var lagt upp með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×