Innlent

Rimaskóli Norðurlandameistari í skák

Skák. Myndin er úr safni.
Skák. Myndin er úr safni.
Rimaskóli varð í Norðurlandameistari barnaskólasveita en keppnin fór fram í Jótlandi í Danmörku um helgina. 

Rimaskóli gerði 2-2 jafntefli við norsku sveitina í lokaumferðinni.  Á sama tíma unnu Svíar Danmörku II 3-1.

Sveitirnar komu því jafnar í hús með 14 vinninga en Rimaskóli fékk fleiri stig (Match point), unnu Svíana í innbyrðisviðureign og eru því Norðurlandameistarar.

Nansý Davíðsdóttir vann í lokaumferðinni, bræðurnir Oliver Aron Jóhannesson og Kristófer Jóel Jóhannessynir gerðu jafntefli en Svandís Ósk Ríkharðsdóttir tapaði.

Nansý fékk 4,5 vinning í 5 skákum á 3. borði og fær borðaverðlaun.  Það fær einnig Kristófer Jóel fyrir 4 vinninga á 2. borði.

Skáksveit Rimaskóla skipa:

Oliver Aron Jóhannesson (1653) 2,5 v. af 5 Kristófer Jóel Jóhannesson (1464) 4 v. af 5 Nansý Davíðsdóttir (1293) 4,5 v. af 5 Jóhann Arnar Finnsson (1199) 2 v. af 3 Svandís Ósk Ríkharðsdóttir (1184) 1 v. af 2 Hjörvar Steinn Grétarsson, landsliðsmaður í skák, og fyrrum nemandi í Rimaskóla var liðsstjóri Rimskólakrakkanna. 

Lokaröð efstu liða.

Rimaskóli 14 v. (8 stig)

Svíþjóð 14 v. (7 stig)

Noregur 12 v.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×