Erlent

Þrælar frelsaðir í Englandi

Lögreglan að störfum í Englandi. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Lögreglan að störfum í Englandi. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Lögreglan í Englandi bjargaði 24 þrælum úr haldi í morgun. Yfir hundrað lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum sem snéru að þrælahaldi í Bedfordskíri í Englandi.

Þrælunum var haldið föngnum í hjólhýsahverfi. Þrír karlar og ein kona hafa verið handtekin vegna málsins.

Þrælarnir, sem eru ýmist frá Englandi og Austur-Evrópu, eru allir karlmenn. Talið er að sumir þeirra hafi verið í haldi í allt að fimmtán ár.

Málið er hið óhugnanlegasta en mönnunum var haldið föngnum við mjög ómannúðlegar aðstæður. Lögreglan rannsakar málið, sem er litið mjög alvarlegum augum samkvæmt breskum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×