Sport

Nadal eyðilagði enn einu sinni titilvonir Murray

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rafael Nadal fagnar hér sigrinum gegn Murray.
Rafael Nadal fagnar hér sigrinum gegn Murray. Mynd. / AP
Rafael Nadal bar sigur úr býtum gegn Andy Murray í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis og komst þar með í úrslit þar sem hann mætir Novak Djokovic.

Skotinn, Andy Murray, hefur verið að leika sérlega vel á árinu og margir héldu að þetta væri loksins mótið hans. Murray hefur aldrei náð að sigra á stórmóti og enginn breyting verður á því eftir viðureignina við Nadal.

Nadal hefur unnið Murray þrívegis í undanúrslitum á stórmóti undanfarna 14 mánuði og virðist Spánverjinn vera aðal hindrun Murray.

Nadal komst í 2-0 og allt leit út fyrir að sá spænski myndi rúlla yfir Skotann en Murray kom sterkur til baka og náði að sigra þriðja settið. Nadal tryggði síðan sætið sitt í úrslitum mótsins í fjórða settinu þegar hann sigraði Murray 6-2.

Nadal og Djokovic eigast við úrslitum mótsins á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×