Handbolti

Sveinbjörn: Menn verða að vera tilbúnari á bekknum

Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar
Sveinbjörn var góður framan af í kvöld, en það dró af honum eins og öllu liði Akureyrar.
Sveinbjörn var góður framan af í kvöld, en það dró af honum eins og öllu liði Akureyrar. Fréttablaðið
Sveinbjörn Pétursson segir að menn verði að vera tilbúnari að koma inn af bekknum en í kvöld. Akureyri tapaði fyrir FH 20-24.

Þó er vert að minnast á fína innkomu Stefáns Guðnasonar, sem kom inn fyrir Sveinbjörn, sem varði fimm skot á þeim tíma sem hann spilaði.

"Menn hættu bara að spila skynsamlega eftir þessa góðu byrjun. Vörnin var samt flott og sóknin gekk vel til að byrja með."

"Svo missum við aðeins dampinn í hálfleiknum en höldum samt alveg haus og erum yfir í hálfleik. Svo veit ég ekki með seinni hálfleik."

“Það var eins og menn væru ekki tilbúnir að koma inn á. Þeir þurfa að vera tilbúnari að stíga skrefið þegar þeir koma inn. Það má ekki gerast að leikurinn hrynji þegar það vantar tvo menn, þó að þeir séu lykilmenn (Heimir Örn er meiddur og Hörður Fannar meiddist í seinni hálfleik, innsk.). Við þurfum að skoða þetta vel, ekki bara þeir sem koma inn á heldur við allir, þar á meðal ég.”

“Við tókum kolrangar ákvarðanir í sókninni og það er bara ekki boðlegt. Við vorum rosalega hægir og skorum ekki nema 4 mörk á 20 mínútum í seinni hálfleik.”



“Það eina jákvæða við þetta er að það er stutt í næsta leik til að svara fyrir þetta,” sagði Sveinbjörn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×