Umfjöllun: Flottur sigur FH á Akureyri Hjalti Þór Hreinsson í Höllinni á Akureyri skrifar 29. september 2011 19:45 Oddur Gretarsson og Örn Ingi Bjarkarson í baráttunni. Fréttablaðið/Valli FH vann góðan sigur á Akureyri í uppgjöri liðanna sem háðu úrslitarimmu um titilinn í fyrra. FH vann 20-24. Sveinbjörn Pétursson byrjaði leikinn frábærlega í marki Akureyrar. Hann varði tvisvar frá Ólafi, frá Ragnari og Baldvin og víti frá Andra Berg. Akureyri komst í 5-0 á meðan. Sókn liðsins gekk smurt fyrir sig þrátt fyrir að Heimir Örn væri meiddur á bekknum. Hann gat ekkert spilað með en í hans stað á miðjunni var Jón Heiðar Sigurðsson. Hann leysti sitt hlutverk með prýði. Oddur leysti einnig af á miðjunni en eðlilega saknar liðsins Heimis. FH var ekki að spila vel í byrjun, sérstaklega var sókn liðsins slök. Hún var hæg og skot liðsins ekki góð. Það skoraði ekki fyrsta markið sitt fyrr en eftir 9 mínútur en það gerði Akureyringurinn Baldvin Þorsteinsson sem kom sér í mikinn ham. Hann og Daníel Andrésson í markinu komu FH aftur inn í leikinn. FH skoraði þrjú mörk í röð áður en Akureyri svaraði. Daníel varði vel og gaf Sveinbirni lítið eftir. FH jafnaði metin í 10-10 eftir vasklega framgöngu hjá Erni Inga Bjarkarsyni sem skoraði þrjú mörk á skömmum tíma. Staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Akureyri, Sveinbjörn hafði þá varið 11 skot, þar af tvö víti. Daníel var með sjö hinu megin og Baldvin og Örn með 9 af 11 mörkum FH. FH byrjaði seinni hálfleikinn á því að komast yfir, í 13-14. Akureyri missti boltann klaufalega frá sér í sókninni í þrígang, Bjarni þar af tvisvar. Eftir 10 mínútna leik var staðan 15-16 en FH hafði náð tveggja marka forystu. Á þeim tímapunkti voru Akureyringar mjög ósáttir með annan dómara leiksins, Arnar Sigurjónsson, sem á greinilega enn margt eftir ólært. Anton Gylfi Pálsson var hinsvegar með allt á hreinu, en allt kom fyrir ekki. FH komst svo þremur mörkum yfir en Daníel var að verja vel í markinu. Hörður Fannar meiddist hjá Akureyri og Guðlaugur þurfti að spila í sókn sem vörn. Illa farið með gamlan mann. Það gekk lítið upp hjá Akureyri sem skoraði aðeins þrjú mörk fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks. Sveinbjörn fór úr markinu og Stefán "Uxi" Guðnason kom sterkur inn, varði tvö skot í fyrstu sókn. Daníel slakaði hinsvegar ekkert á klónni hinum megin og hélt áfram að verja vel. Akureyri gekk ekkert að minnka forskot FH. Það komst fimm mörkum yfir og Daníel að verja frábærlega í markinu. Í lokin var sigurinn svo aldrei í hættu. Daníel var maður leiksins en eftir fyrstu 10 mínúturnar tók FH öll völd á vellinum. Það var einfaldlega betra. Það spilaði fína sókn og vörnin ágæt fyrir framan Daníel. Akureyri saknar Heimis augljóslega en sókn liðsins var heilt yfir ekki góð, utan fyrstu 10 mínútanna. Akureyri - FH 20 - 24 (12-11)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 5 (6), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (4), Geir Guðmundsson 4 (10), Oddur Gretarsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (6), Jón Heiðar Sigurðsson 1 (3). Varin skot: Stefán Guðnason 5 (10) 50%, Sveinbjörn Pétursson 14/2 (19) 42%,Hraðaupphlaup: 2 (Hörður, Oddur).Fiskuð víti: 0Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Baldvin Þorsteinsson 8/1 (10/2), Örn Ingi Bjarkason 5 (8), Ragnar Jóhannsson 3 (10), Ólafur Gústafsson 2 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (7/1), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (4), Þorkell Magnússon 1 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Halldór Guðjónsson 0 (1). Varin skot: Daníel Andrésson 22 (39) 56%),Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 3, Örn, Ólafur).Fiskuð víti: 3 (Baldvin, Örn, Atli).Utan vallar: 10 mínútur.Áhorfendur: 758Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Arnar Sigurjónsson. Arnar á enn nokkuð eftir ólært en hann finnur ekki betri læriföður en Anton. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
FH vann góðan sigur á Akureyri í uppgjöri liðanna sem háðu úrslitarimmu um titilinn í fyrra. FH vann 20-24. Sveinbjörn Pétursson byrjaði leikinn frábærlega í marki Akureyrar. Hann varði tvisvar frá Ólafi, frá Ragnari og Baldvin og víti frá Andra Berg. Akureyri komst í 5-0 á meðan. Sókn liðsins gekk smurt fyrir sig þrátt fyrir að Heimir Örn væri meiddur á bekknum. Hann gat ekkert spilað með en í hans stað á miðjunni var Jón Heiðar Sigurðsson. Hann leysti sitt hlutverk með prýði. Oddur leysti einnig af á miðjunni en eðlilega saknar liðsins Heimis. FH var ekki að spila vel í byrjun, sérstaklega var sókn liðsins slök. Hún var hæg og skot liðsins ekki góð. Það skoraði ekki fyrsta markið sitt fyrr en eftir 9 mínútur en það gerði Akureyringurinn Baldvin Þorsteinsson sem kom sér í mikinn ham. Hann og Daníel Andrésson í markinu komu FH aftur inn í leikinn. FH skoraði þrjú mörk í röð áður en Akureyri svaraði. Daníel varði vel og gaf Sveinbirni lítið eftir. FH jafnaði metin í 10-10 eftir vasklega framgöngu hjá Erni Inga Bjarkarsyni sem skoraði þrjú mörk á skömmum tíma. Staðan í hálfleik var 12-11 fyrir Akureyri, Sveinbjörn hafði þá varið 11 skot, þar af tvö víti. Daníel var með sjö hinu megin og Baldvin og Örn með 9 af 11 mörkum FH. FH byrjaði seinni hálfleikinn á því að komast yfir, í 13-14. Akureyri missti boltann klaufalega frá sér í sókninni í þrígang, Bjarni þar af tvisvar. Eftir 10 mínútna leik var staðan 15-16 en FH hafði náð tveggja marka forystu. Á þeim tímapunkti voru Akureyringar mjög ósáttir með annan dómara leiksins, Arnar Sigurjónsson, sem á greinilega enn margt eftir ólært. Anton Gylfi Pálsson var hinsvegar með allt á hreinu, en allt kom fyrir ekki. FH komst svo þremur mörkum yfir en Daníel var að verja vel í markinu. Hörður Fannar meiddist hjá Akureyri og Guðlaugur þurfti að spila í sókn sem vörn. Illa farið með gamlan mann. Það gekk lítið upp hjá Akureyri sem skoraði aðeins þrjú mörk fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks. Sveinbjörn fór úr markinu og Stefán "Uxi" Guðnason kom sterkur inn, varði tvö skot í fyrstu sókn. Daníel slakaði hinsvegar ekkert á klónni hinum megin og hélt áfram að verja vel. Akureyri gekk ekkert að minnka forskot FH. Það komst fimm mörkum yfir og Daníel að verja frábærlega í markinu. Í lokin var sigurinn svo aldrei í hættu. Daníel var maður leiksins en eftir fyrstu 10 mínúturnar tók FH öll völd á vellinum. Það var einfaldlega betra. Það spilaði fína sókn og vörnin ágæt fyrir framan Daníel. Akureyri saknar Heimis augljóslega en sókn liðsins var heilt yfir ekki góð, utan fyrstu 10 mínútanna. Akureyri - FH 20 - 24 (12-11)Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 5 (6), Hörður Fannar Sigþórsson 4 (4), Geir Guðmundsson 4 (10), Oddur Gretarsson 4 (7), Guðmundur Hólmar Helgason 2 (6), Jón Heiðar Sigurðsson 1 (3). Varin skot: Stefán Guðnason 5 (10) 50%, Sveinbjörn Pétursson 14/2 (19) 42%,Hraðaupphlaup: 2 (Hörður, Oddur).Fiskuð víti: 0Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Baldvin Þorsteinsson 8/1 (10/2), Örn Ingi Bjarkason 5 (8), Ragnar Jóhannsson 3 (10), Ólafur Gústafsson 2 (5), Andri Berg Haraldsson 2 (7/1), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (4), Þorkell Magnússon 1 (3), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (1), Halldór Guðjónsson 0 (1). Varin skot: Daníel Andrésson 22 (39) 56%),Hraðaupphlaup: 5 (Baldvin 3, Örn, Ólafur).Fiskuð víti: 3 (Baldvin, Örn, Atli).Utan vallar: 10 mínútur.Áhorfendur: 758Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Arnar Sigurjónsson. Arnar á enn nokkuð eftir ólært en hann finnur ekki betri læriföður en Anton.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira