Handbolti

Grótta byrjar vel í N1-deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Nýliðar Gróttu gerðu í kvöld jafntefli við Val í N1-deild karla í kvöld þegar liðin mættust á Seltjarnarnesi. Lokatölur voru 21-21.

Leikurinn var jafn og spennandi en staðan í hálfleik var 14-13, heimamönnum í vil. Bæði lið fengu svo tækifæri til að skora sigurmarkið á lokamínútu leiksins en allt kom fyrir ekki.

Ágúst Birgisson og Jóhann Gísli Jóhannsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir Gróttu en Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur hjá Val með sex mörk.

Grótta - Valur 21-21 (14-13)

Mörk Gróttu: Ágúst Birgisson 5, Jóhann Gísli Jóhannsson 5, Árni Benedikt Árnason 3, Þorgrímur S Ólafsson 2, Friðgeir Elí Jónasson 2, Benedikt Reynir Kristinsson 2, Hjálmar Arnarson 2.

Mörk Vals: Finnur Ingi Stefánsson 6, Sturla Ásgeirsson 4, Anton Rúnarsson 4, Orri Frey Gíslason 3, Magnús Einarsson 2, Einar Örn Guðmundsson 1, Sveinn Aron Sveinsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×