Fótbolti

Góður sigur hjá Gautaborg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Theodór Elmar í leik með íslenska landsliðinu í fyrra.
Theodór Elmar í leik með íslenska landsliðinu í fyrra. Mynd/Vilhelm
Keppni í sænsku úrvalsdeildinni heldur áfram þó svo að Helsingborg hafi í gær tryggt sér meistaratitilinn. Íslendingaliðið IFK Gautaborg vann í kvöld 2-1 sigur á Djurgården á útivelli.

Hjálmar Jónsson og Theodór Elmar Bjarnason léku báðir allan leikinn fyrir Gautaborg en Hjörtur Logi Valgarðsson var á meðal varamanna í dag. IFK Gautaborg er í sjötta sætinu með 42 stig.

Þá var einnig spilað í sænsku B-deildinni í kvöld. Davíð Þór Viðarsson spilaði allan leikinn fyrir Öster sem gerði markalaust jafntefli við Brage.

Heiðar Geir Júlíusson kom inn á sem varamaður hjá Ängelholm sem tapaði fyrir Jönköping, 3-0, á útivelli.

Ängelholm mistókst því í kvöld að endurheimta toppsæti deildarinnar en liðið er með 49 stig, jafn mörg og Sundsvall en lakari markatölu.

Åtvidaberg kemur næst með 48 stig en Öster er í fimmta sætinu með 41 stig. Efstu tvö liðin komast beint upp í úrvalsdeildina en liðið í þriðja sæti kemst í umspil um laust sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×