Umfjöllun: Varamaðurinn tryggði KR dramatískan sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Nettóvellinum skrifar 22. september 2011 15:10 Aron Bjarki Jóesepsson. Mynd/Anton Varamaðurinn Aron Bjarki Jóesepsson var hetja KR er hann tryggði sínum mönnum sigur gegn Keflavík með marki í uppbótartíma. Lokatölur voru 3-2 fyrir KR sem er nú með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla þegar tvær umferðir eru óleiknar. Frans Elvarsson kom Keflavík yfir eftir aðeins 47 sekúndur en Baldur Sigurðsson var aðeins rétt rúmar tíu mínútur að jafna metin. Baldur kom svo KR yfir snemma í síðari hálfleik og var forystan sanngjörn. En á síðasta hálftímanum fóru Keflvíkingar aftur í gang og jöfnuðu metin með marki Magnúsar Þóris Matthíassonar á 81. mínútu. Allt útlit var fyrir jafntefli þar til að Aron Bjarki skallaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. Keflvíkingar eru því enn ekki lausir við falldrauginn en þeir eiga mikilvægan leik gegn Víkingum á sunnudaginn. KR leikur á sama tíma við Fylki og getur með sigri nánast tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Aðeins 47 sekúndur voru liðnar af leiknum þegar heimamenn komust skyndilega yfir. Keflvíkingar byrjuðu af miklum krafti og komust í sókn þar sem að Hilmar Geir Eiðsson gaf fyrir frá hægri, beint á kollinn á Frans sem skoraði af stuttu færi. KR-ingar virtust einfaldlega ekki komnir í gang en þeir voru þó ekki lengi að jafna sig á þessu og tóku völdin í leiknum, hægt og rólega. Þeir voru ekki nema rúmlega tíu mínútur að jafna metin. Baldur Sigurðsson gerði það með þrumufleyg utan vítateigs en hann fékk bæði tíma og pláss til að athafna sig. Bæði lið fengu dauðafæri á næstu tveimur mínútum en eftir það færðist meiri ró yfir leikinn. Keflvíkingar duttu aftur og KR-ingar tóku að stjórna leiknum. Gestirnir sóttu grimmt upp kantana og hinir ungu bakverðir Keflvíkinga voru oft í stökustu vandræðum. Þó svo að boltinn hafi ósjaldan rataði inn í teig heimamanna var lítið um alvöru færi. Kjartan Henry fékk bestu færin en náði ekki að gera sér mat úr þeim. KR-ingar bættu enn í kraftinn í upphafi síðari hálfleiks og uppskáru mark á 51. mínútu. Baldur var þar aftur af verki en í þetta sinn eftir einkar laglegan undirbúning Kjartans Henry, sem fór illa með Viktor Smára Hafsteinsson, bakvörðinn unga í liði Keflavíkur. Baldur fékk svo tvö góð færi til viðbótar til að fullkomna þrennuna og gera út um leikinn. En þess í stað hleyptu KR-ingar heimamönnum aftur inn í leikinn og uppskáru jöfnunarmark þegar níu mínútur voru til leiksloka. Magnús Þórir gerði það af stuttu færi eftir að Hannes Þór Hannesson, markvörður KR, náði ekki að halda nokkuð saklausu skoti Guðmundar Steinarssonar. Það voru því fáir sem fögnuðu meira en Hannes Þór þegar að Aron Bjarki tryggði sigurinn í uppbótartíma. Hann var búinn að vera inn á vellinum í tíu mínútur þegar markið kom og var það viðeigandi að Bjarni Guðjónsson, sem átti líka þátt í fyrra marki Baldurs, hafi átt stoðsendinguna í sigurmarkinu. Bjarni tók hnitmiðaða hornspyrnu, beint á kollinn á Aron Bjarka sem stangaði knöttinn í netið á nærstönginni. KR-ingar sýndu oft á köflum lipra takta og spiluðu vel. Þeir féllu þó í þá gryfju að láta ekki kné fylgja kviði og gengu Keflvíkingar á lagið með sinni alkunnu baráttu og seiglu. Það dugði þó ekki til í þetta skiptið, því miður fyrir heimamenn og keppinauta KR um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu.Keflavík – KR 2-3 Dómari: Erlendur Eiríksson (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 7–19 (3-7) Varin skot: Ómar 4 – Hannes Þór 1 Hornspyrnur: 0–11 Aukaspyrnur fengnar: 8–9 Rangstöður: 3–5 Hér fyrir neðan má ská textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Varamaðurinn Aron Bjarki Jóesepsson var hetja KR er hann tryggði sínum mönnum sigur gegn Keflavík með marki í uppbótartíma. Lokatölur voru 3-2 fyrir KR sem er nú með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla þegar tvær umferðir eru óleiknar. Frans Elvarsson kom Keflavík yfir eftir aðeins 47 sekúndur en Baldur Sigurðsson var aðeins rétt rúmar tíu mínútur að jafna metin. Baldur kom svo KR yfir snemma í síðari hálfleik og var forystan sanngjörn. En á síðasta hálftímanum fóru Keflvíkingar aftur í gang og jöfnuðu metin með marki Magnúsar Þóris Matthíassonar á 81. mínútu. Allt útlit var fyrir jafntefli þar til að Aron Bjarki skallaði knöttinn í netið eftir hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar. Keflvíkingar eru því enn ekki lausir við falldrauginn en þeir eiga mikilvægan leik gegn Víkingum á sunnudaginn. KR leikur á sama tíma við Fylki og getur með sigri nánast tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Aðeins 47 sekúndur voru liðnar af leiknum þegar heimamenn komust skyndilega yfir. Keflvíkingar byrjuðu af miklum krafti og komust í sókn þar sem að Hilmar Geir Eiðsson gaf fyrir frá hægri, beint á kollinn á Frans sem skoraði af stuttu færi. KR-ingar virtust einfaldlega ekki komnir í gang en þeir voru þó ekki lengi að jafna sig á þessu og tóku völdin í leiknum, hægt og rólega. Þeir voru ekki nema rúmlega tíu mínútur að jafna metin. Baldur Sigurðsson gerði það með þrumufleyg utan vítateigs en hann fékk bæði tíma og pláss til að athafna sig. Bæði lið fengu dauðafæri á næstu tveimur mínútum en eftir það færðist meiri ró yfir leikinn. Keflvíkingar duttu aftur og KR-ingar tóku að stjórna leiknum. Gestirnir sóttu grimmt upp kantana og hinir ungu bakverðir Keflvíkinga voru oft í stökustu vandræðum. Þó svo að boltinn hafi ósjaldan rataði inn í teig heimamanna var lítið um alvöru færi. Kjartan Henry fékk bestu færin en náði ekki að gera sér mat úr þeim. KR-ingar bættu enn í kraftinn í upphafi síðari hálfleiks og uppskáru mark á 51. mínútu. Baldur var þar aftur af verki en í þetta sinn eftir einkar laglegan undirbúning Kjartans Henry, sem fór illa með Viktor Smára Hafsteinsson, bakvörðinn unga í liði Keflavíkur. Baldur fékk svo tvö góð færi til viðbótar til að fullkomna þrennuna og gera út um leikinn. En þess í stað hleyptu KR-ingar heimamönnum aftur inn í leikinn og uppskáru jöfnunarmark þegar níu mínútur voru til leiksloka. Magnús Þórir gerði það af stuttu færi eftir að Hannes Þór Hannesson, markvörður KR, náði ekki að halda nokkuð saklausu skoti Guðmundar Steinarssonar. Það voru því fáir sem fögnuðu meira en Hannes Þór þegar að Aron Bjarki tryggði sigurinn í uppbótartíma. Hann var búinn að vera inn á vellinum í tíu mínútur þegar markið kom og var það viðeigandi að Bjarni Guðjónsson, sem átti líka þátt í fyrra marki Baldurs, hafi átt stoðsendinguna í sigurmarkinu. Bjarni tók hnitmiðaða hornspyrnu, beint á kollinn á Aron Bjarka sem stangaði knöttinn í netið á nærstönginni. KR-ingar sýndu oft á köflum lipra takta og spiluðu vel. Þeir féllu þó í þá gryfju að láta ekki kné fylgja kviði og gengu Keflvíkingar á lagið með sinni alkunnu baráttu og seiglu. Það dugði þó ekki til í þetta skiptið, því miður fyrir heimamenn og keppinauta KR um Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu.Keflavík – KR 2-3 Dómari: Erlendur Eiríksson (7)Tölfræðin: Skot (á mark): 7–19 (3-7) Varin skot: Ómar 4 – Hannes Þór 1 Hornspyrnur: 0–11 Aukaspyrnur fengnar: 8–9 Rangstöður: 3–5 Hér fyrir neðan má ská textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira