Fótbolti

Birkir Már og félagar í bikarúrslitaleikinn í Noregi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Birkir Már Sævarsson og félagar hans í Brann tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum í Noregi með því að vinna 2-0 sigur á Fredrikstad á útivelli í undanúrslitaleiknum í kvöld.

Diego Guastavino skoraði fyrra mark Brann á 71. mínútu og Kim Ojo innsiglaði sigurinn á 85. mínútu. Birkir Már lék allan leikinn í hægri bakverðinum.

Fredrikstad hafði unnið báða deildarleikina á móti Brann í ár (4-2 á heimavelli og 1-0 á útivelli) en Brann er samt tíu sætum ofar í norsku deildinni og vann sannfærandi sigur í kvöld.

Þetta verður fyrsti bikarúrslitaleikur Brann í sjö ár eða síðan að liðið vann 4-1 sigur á Lyn í bikarúrslitaleiknum árið 2004. Brann mætir annaðhvort Aalesund eða Start í bikarúrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×