Erlent

Aldrei fleiri horft á Two and a Half Men

Ashton Kutcher í hlutverki sínu
Ashton Kutcher í hlutverki sínu mynd/ap
Talið er að um 30 milljónir Bandaríkjamanna hafi horft á síðasta þátt af gamanþættinum Two and a Half Men sem er mesti fjöldi frá því að þættirnir hófu göngu sína árið 2003.

Í þættinum, sem var sýndur í gærkvöldi vestanhafs, var Charlie Harper, aðalpersónan, jarðaður eftir að hann lést í bílslysi í París.

Ástæða þess að þátturinn fékk svona gífurlegt áhorf er eflaust sú að vandræðagemsinn Charlie Sheen lék persónuna en hann var sem kunnugt er rekinn úr þáttunum í mars á þessu ári eftir að hafa gagnrýnt framleiðanda þáttanna.

Í þættinum í gær var jafnframt arftaki Charlie Sheen kynntur til sögunnar en það er leikarinn Ashton Kutcher. Hann leikur milljarðamæring í ástarsorg sem keypti húsið hans Harper eftir sjálfsvígstilraun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×