Innlent

Embættismenn eigi að geta átt samskipti við forsetann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur átt í miklum bréfaskiptum við forsetann.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur átt í miklum bréfaskiptum við forsetann.
Embættismenn forsætisráðuneytisins eiga að geta haft samskipti við embætti forseta Íslands án þess að þau samskipti verði túlkuð sem íhlutun í starf forseta. Þetta segir í bréfi sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands.

Bréfið skrifaði hann eftir að Ólafur hafði sjálfur sagt að sér þætti óskiljanlegt að forsætisráðherra hefði afskipti af málum hans þegar ráðherra óskaði eftir upplýsingum um siðareglur forsetaembættisins í samræmi við ábendingar rannsóknarnefndar Alþingis.

Í bréfinu segist Jóhanna telja að sér þykji samskipti embættismanna forsætisráðuneytis við embætti forseta Íslands hafa verið afar góð.

Bréf forsætisráðherra var birt opinberlega í dag eftir að bréf forseta Íslands til forsætisráðherra frá 13. júlí síðastliðnum var birt í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×