Fótbolti

Fyrsta tap FCK á tímabilinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sölvi Geir í leik með FCK.
Sölvi Geir í leik með FCK. Nordic Photos / Getty Images
FC Kaupmannahöfn tapaði í kvöld heldur óvænt sínum fyrsta leik á tímabilinu í dönsku úrvalsdeildinni er liðið mætti AC Horsens á útivelli. Heimamenn unnu að lokum 2-0 sigur.

Sölvi Geir Ottesen landsliðsfyrirliði og Ragnar Sigurðsson léku báðir allan leikinn í hjarta varnar FCK en liðið er þrátt fyrir tapið með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar eftir tólf umferðir.

Horsens er í fimmta sætinu með nítján stig, tíu stigum á eftir FCK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×