Innlent

Ræningjarnir ganga enn lausir

Ræningjarnir sem frömdu rán í úraversluninni Michelsen í morgun ganga enn lausir. Þrír menn réðust inn í úraverslunina um klukkan hálf ellefu í morgun. Mennirnir voru allir með leikfangabyssur og barefli en bifreið sem þeir notuðu við verkið fannst stuttu síðar í Þingholtunum og voru þrjár leikfangabyssur í henni.

Samkvæmt heimildum fréttastofu var bifreiðinni stolið í gærkvöldi í Gnoðarvogi og lögregla auglýsti eftir henni í morgun. Það er dökkblá Audi bifreið.

Varðstjóri hjá lögreglunni sagði við fréttastofu í morgun að talið sé að mennirnir séu erlendir ríkisborgarar.


Tengdar fréttir

Ógnuðu starfsfólki með byssum

Vopnað rán var framið í Michaelsen úraverslun á Laugavegi um klukkan hálf ellefu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu komu þrír menn, sem allir voru vopnaðir skambyssum, inn í verslunina og tæmdu þar hillur með dýrum úrum.

Vopnaðir lögreglumenn handtóku þrjá menn á Hringbraut

Þrír menn voru handteknir á gatnamótum Njarðargötu og Hringbrautar nú fyrir stundu en talið er að þeir tengist vopnuðu ráni sem var framið í Michelsen úraverslun í morgun. Varðstjóri hjá lögreglunni vildi þó ekki staðfesta að mennirnir séu þeir sem frömdu ránið - rannsókn sé í enn í fullum gangi. Sérsveit ríkislögreglustjóra aðstoðar við aðgerðir lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×