Fótbolti

Margrét Lára fyrst til að verða markahæst í sænsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd/Stefán
Margrét Lára Viðarsdóttir og hollenska stelpan Manon Melis skoruðu báðar sextán mörk í 21 leik í sænsku kvennadeildinni í ár og urðu því báðar markadrottningar.

Margrét Lára skoraði þrennu í síðustu umferðinni þegar Kristianstad vann 5-1 sigur á Dalsjöfors GoIF. Margrét Lára fann sig reyndar vel á móti Dalsjöfor því hún skorað tvö mörk í fyrri leiknum.

Margrét Lára varð þarna fyrsta íslenska markadrottningin í Svíþjóð og bætti met Ásthildar Helgadóttur frá því árið 2006 en Ástrhildur varð þá þriðja markahæsti í sænsku deildinni með 19 mörk.

´

Melis varð líka markahæst í fyrra með 25 mörk en Margrét varð þá í 8. sæti með 10 mörk. Margrét Lára hafði skorað samtals þrettán mörk í Svíþjóð fyrir þetta tímabil.

Sara Björk Gunnarsdóttir komst líka í hóp markahæstu leikmanna deildarinnar á sínu fyrsta ári í Svíþjóð. Sara Björk skoraði tólf mörk og endaði í 6. sæti sem er þriðji til fjórði besti árangur íslenskar knattspyrnukonu í sænsku deildinni. Ásthildur varð einnig sjötta markahæst sumarið 2005.

Markahæstar í sænsku deildinni í ár:

Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstad 16

Manon Melis, LdB FC Malmö 16

Madeleine Edlund, Tyresö FF 15

Sara Lindén, Kopparbergs/ Göteborg FC    14

Ramona Bachmann, Umeå IK FF    13    

Sara Björk Gunnarsdottir, LdB FC Malmö 12

Linnea Liljegärd, Kopparbergs/ Göteborg FC 12

Annica Sjölund, Jitex BK 12




Fleiri fréttir

Sjá meira


×