Framarar unnu á Hlíðarenda og eru áfram með fullt hús Elvar Geir Magnússon skrifar 13. október 2011 21:06 Mynd/Valli Framarar eru með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir fjórar umferðir en í kvöld unnu þeir sterkan útsigur á Val á Hlíðarenda 21-20. Í upphafi seinni hálfleiks hélt blaðamaður að þessi leikur myndi ekki bjóða upp á neina spennu en sú varð ekki raunin. Þetta var langþráður sigur Framliðsins í Vodafonehöllinni en Fram var búið að tapa öllum átta leikjum sínum í húsinu frá því í lok ársins 2007. Jafnræði var með liðunum í byrjun og báðir markverðir að finna sig ágætlega. Sóknarleikur Vals var þó ekki upp á marga fiska og var borinn uppi af Antoni Rúnarssyni sem setti fimm mörk snemma. Fram sótti vítin grimmt og komst í 8-5 þar sem helmingur marka liðsins kom af vítalínunni. Með því að skora fjögur mörk í röð náðu Framarar ákveðnu forskoti og nýttu sér hversu hugmyndasnauðir heimamenn voru í sóknaraðgerðum sínum. Safamýrarpiltar voru með fjögurra stiga forystu í hálfleik og var ekkert sem benti til þess að þeir myndu hleypa heimamönnum nálægt sér. Valsmenn héldu þó áfram, spiluðu öfluga vörn og náðu að minnka muninn í aðeins tvö mörk þegar um tíu mínútur voru eftir svo vonin lifði. Áhorfendur á bandi Vals lifnuðu heldur betur til lífsins þegar Sturla Ásgeirsson minnkaði muninn í 19-20 þegar það voru rúmar fimm eftir. Í kjölfarið varði Hlynur Morthens svo vítakast. Spennan í lokin var mikil og Valsmenn fengu tækifæri til að jafna sem þeir nýttu ekki og Fram vann langþráðan sigur í spennandi leik á Hlíðarenda.Valur - Fram 20-21 (10-14)Mörk Vals (skot): Anton Rúnarsson 7 (12), Sturla Ásgeirsson 5/2 (9/2), Gunnar Harðarson 2 (2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (4), Aron Sveinsson 1 (1), Valdimar Fannar Þórsson 1 (6), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Atli Már Báruson 1 (1), Sigfúr Sigurðsson 0 (1), Magnús Einarsson 0 (6).Varin skot: Hlynur Morthens 21/1Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Sturla. Anton, Gunnar)Fiskuð víti: 2 (Finnur Ingi, Orri)Utan vallar: 4 mínúturMörk Fram (skot): Jóhann Gunnar Einarsson 5 (8), Róbert Aron Hostert 4 (7), Einar Rafn Eiðsson 4/4 (6/5), Ingimundur Ingimundarson 3 (4), Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2), Sigurður Eggertsson 2 (5), Matthías Bernhöj Daðason 0 (1), Sigfús Páll Sigfússon 0 (2), Stefán Stefánsson 0 (2).Varin skot: Magnús Erlendsson 18Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Ingimundur 2)Fiskuð víti: 5 (Ægir 3, Jóhann, Stefán)Utan vallar: 2 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira
Framarar eru með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir fjórar umferðir en í kvöld unnu þeir sterkan útsigur á Val á Hlíðarenda 21-20. Í upphafi seinni hálfleiks hélt blaðamaður að þessi leikur myndi ekki bjóða upp á neina spennu en sú varð ekki raunin. Þetta var langþráður sigur Framliðsins í Vodafonehöllinni en Fram var búið að tapa öllum átta leikjum sínum í húsinu frá því í lok ársins 2007. Jafnræði var með liðunum í byrjun og báðir markverðir að finna sig ágætlega. Sóknarleikur Vals var þó ekki upp á marga fiska og var borinn uppi af Antoni Rúnarssyni sem setti fimm mörk snemma. Fram sótti vítin grimmt og komst í 8-5 þar sem helmingur marka liðsins kom af vítalínunni. Með því að skora fjögur mörk í röð náðu Framarar ákveðnu forskoti og nýttu sér hversu hugmyndasnauðir heimamenn voru í sóknaraðgerðum sínum. Safamýrarpiltar voru með fjögurra stiga forystu í hálfleik og var ekkert sem benti til þess að þeir myndu hleypa heimamönnum nálægt sér. Valsmenn héldu þó áfram, spiluðu öfluga vörn og náðu að minnka muninn í aðeins tvö mörk þegar um tíu mínútur voru eftir svo vonin lifði. Áhorfendur á bandi Vals lifnuðu heldur betur til lífsins þegar Sturla Ásgeirsson minnkaði muninn í 19-20 þegar það voru rúmar fimm eftir. Í kjölfarið varði Hlynur Morthens svo vítakast. Spennan í lokin var mikil og Valsmenn fengu tækifæri til að jafna sem þeir nýttu ekki og Fram vann langþráðan sigur í spennandi leik á Hlíðarenda.Valur - Fram 20-21 (10-14)Mörk Vals (skot): Anton Rúnarsson 7 (12), Sturla Ásgeirsson 5/2 (9/2), Gunnar Harðarson 2 (2), Finnur Ingi Stefánsson 2 (4), Aron Sveinsson 1 (1), Valdimar Fannar Þórsson 1 (6), Orri Freyr Gíslason 1 (1), Atli Már Báruson 1 (1), Sigfúr Sigurðsson 0 (1), Magnús Einarsson 0 (6).Varin skot: Hlynur Morthens 21/1Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Sturla. Anton, Gunnar)Fiskuð víti: 2 (Finnur Ingi, Orri)Utan vallar: 4 mínúturMörk Fram (skot): Jóhann Gunnar Einarsson 5 (8), Róbert Aron Hostert 4 (7), Einar Rafn Eiðsson 4/4 (6/5), Ingimundur Ingimundarson 3 (4), Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Ægir Hrafn Jónsson 1 (2), Sigurður Eggertsson 2 (5), Matthías Bernhöj Daðason 0 (1), Sigfús Páll Sigfússon 0 (2), Stefán Stefánsson 0 (2).Varin skot: Magnús Erlendsson 18Hraðaupphlaupsmörk: 2 (Ingimundur 2)Fiskuð víti: 5 (Ægir 3, Jóhann, Stefán)Utan vallar: 2 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Sjá meira