Martin Heuberger segist bera mikla virðingu fyrir þeim árangri sem Dagur Sigurðsson hefur náð með liði sínu, Füchse Berlin, í þýsku úrvalsdeildinni á undanförnum árum.
Heuberger er nýráðinn landsliðsþjálfari Þýskalands en hann var aðstoðarmaður forvera síns, Heiner Brand. Þegar ráðið var í starfið stóð valið á endanum á milli Heuberger og einmitt Dags Sigurðssonar.
Füchse Berlin mætir toppliði Kiel, sem Alfreð Gíslason þjálfar, í þýsku úrvalsdeildinni í dag klukkan 16.30. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
„Gengi Füchse Berlin hefur komið öllum sérfræðingum á óvart,“ sagði Heuberger í viðtali við þýska fjölmiðla um helgina. „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim árangri sem Dagur Sigurðsson hefur náð.“
„Félagið er það að auki með mjög fagmannlega umgjörð og öfluga leikmenn. Ég er mjög hrifinn af þeirri vinnu sem hefur verið unnin þar.“
Nýr landsþjálfari Þýsklands ber mikla virðingu fyrir Degi
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan
Enski boltinn


Amman fékk að hitta Steph Curry
Körfubolti

Skagamenn upp í Bónus deild karla
Körfubolti



