Fótbolti

Salan á Veigari Páli gæti endað sem lögreglurannsókn

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Sagan endalausa um vistaskipti Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga í norska fótboltanum ætlar engan endi að taka.
Sagan endalausa um vistaskipti Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga í norska fótboltanum ætlar engan endi að taka.
Sagan endalausa um vistaskipti Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga í norska fótboltanum ætlar engan endi að taka. Félögin þurfa að greiða háa sekt og þrír háttsettir aðilar fá ekki að koma nálægt fótbolta í 12-18 mánuði - og nú hefur norska lögreglan áhuga á að rannsaka málið.

Í gær úrskurðaði dómstóll á vegum norska knattspyrnusambandsins tveir forsvarsmenn Stabæk og einn frá Vålerenga mættu ekki koma nálægt fótboltastarfssemi í eitt ár og félögin þurfa að greiða samtals 18 milljónir kr. í sekt.

Stabæk og Vålerenga eru grunuð um að hafa sett á svið leikþátt sem átti að koma í veg fyrir að Stabæk þyrfti að greiða allt að 50 milljónir kr. af söluverðinu til Nancy í Frakklandi. Veigar var seldur á 20 milljónir kr. og með í kaupunum fylgdi 15 ára unglingur sem metinn var á 80 milljónir kr. Nancy fékk því aðeins 10 milljónir kr. í sinn hlut.

Norska meistaraliðið Rosenborg hafði boðið 100 milljónir kr. í Veigar Pál en því tilboði var hafnað af forsvarsmönnum Stabæk og þótti sú ákvörðun mjög undarleg.

Gro Smogeli talsmaður efnahagsbrotadeildar lögreglunnar í Osló segir við Verdens Gang að það skjóti skökku við að norska knattspyrnusambandið hafi ekki hug á því að senda málið til rannsóknar hjá lögreglu. „Það er skrýtið að þeir ætli ekki að senda málið til okkar ef þeir telja að norsk lög hafi verið brotinn. Ef franska liðið telur að brotið hafi verið á sér þá kemur væntanlega kæra frá þeim," sagði Smogeli m.a. við VG.

Erik Loe, stjórnarformaður Stabæk, fékk 18 mánaða bann frá öllum afskiptum af fótbolta. Inge André Olsen, einnig frá Stabæk fékk 12 mánaða bann. Samga gildir um Truls Haakonsen hjá Vålerenga




Fleiri fréttir

Sjá meira


×