Fótbolti

Stabæk og Vålerenga fengu háar sektir vegna Veigars

Veigar Páll.
Veigar Páll.
Norska knattspyrnusambandið tók skandalinn í kringum söluna á Veigari Páli Gunnarssyni engum vettlingatökum í dag. Stabæk og Vålerenga voru nefnilega sektuð um samtals 18 milljónir íslenskra króna.

Veigar fór frá Stabæk til Vålerenga fyrir eina milljón norskra króna en á sama tíma samdi Stabæk um forkaupsrétt á 15 ára leikmanni fyrir 4 milljónir.

Það þótti augljóst að með þessum gjörningi var Stabæk að koma sér hjá því að greiða franska félaginu Nancy sinn hlut í sölu Veigars. Nancy átti að fá helminginn.

Stabæk þarf að greiða 500 þúsund norskar krónur í sekt, eða rúmar 10 milljónir íslenskra króna. Vålerenga greiðir 350 þúsund norskra króna eða rúmar 7 milljónir íslenskra króna.

Þrír stjórnarmenn hjá félögunum voru þess utan dæmdir í 12-18 mánaða bann frá knattspyrnu. Mega ekki koma nálægt neinu knattspyrnutengdu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×