Torgið við Hörpu hlýtur norræn arkitektaverðlaun 26. október 2011 15:51 Mynd/Binni ljósmyndari Torgið við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu hlaut verðlaun á Arkitekturmässan í Gautaborg sem haldin var í fyrsta skipti dagana 24. og 25. október. Áformað er að festa hana í sessi sem stærsta norræna viðburðinn meðal arkitekta, landslagsarkitekta og skipulagsfræðinga sem haldinn verði annað hvert ár. Torgið við Hörpu hlaut verðlaun í flokknum besta norræna almenningsrýmið. Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf veitti verðlaunum viðtöku fyrir hönd hönnunarteymisins en torgið er hannað af Landslagi í samvinnu við arkítektastofuna Batteríið. Samstarfsaðilar voru Henning Larsen Architects og Ólafur Elíasson.Lýsing höfunda á torginu: Við hönnun svæðisins er skírskotað í sögu svæðisins frá því að vera ósnortin fjara þar sem lækurinn rann til sjávar yfir í það að vera hafnarsvæði. Spegiltjarnir skapa hólmatilfinningu inni á torginu og fjarlægð frá aðliggjandi umferðargötu. Brýrnar yfir tjarnirnar eru í minningu bryggjanna sem stungust þarna áður í sjó fram og mannfagnaða við skipakomur á Ingólfsgarði. Torgið skiptist í þrjú svæði, aðkomutorg, fjölnotatorg og dvalarsvæði í krikanum sem byggingin myndar og snýr vel við sól og skjóli. Svart malbik á meginfletinum undirstrikar hafnaryfirbragðið og gefur byggingunni þann rólega forgrunn sem hún þarfnast. Á regnvotum dögum breytist torgið í einn stóran spegil sem byggingin glitrar í. Setstallar úr bryggjuvið við Kalkofnsveg gefa gestum og gangandi möguleika á að staldra við og sjá bygginguna speglast í vatnsfletinum. Stór bryggjupallur við vesturhlið Hörpu býður upp á útiveru og mögulegar útiveitingar á góðum dögum í nálægð við smábátahöfnina. Gönguleiðir af bryggjunum eru framlengdar yfir Kalkofnsveg í þeim tilgangi að undirstrika forgang gangandi vegfarenda. Miðeyjan Kalkofnsvegar er lögð fjörumöl, lábörðum steinum og ryðguðum stálbitum í minningu upprunalegrar strandlínu. Frekari upplýsingar um torgið við Hörpu og Kalkofnsveg er að finna hér. Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Torgið við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu hlaut verðlaun á Arkitekturmässan í Gautaborg sem haldin var í fyrsta skipti dagana 24. og 25. október. Áformað er að festa hana í sessi sem stærsta norræna viðburðinn meðal arkitekta, landslagsarkitekta og skipulagsfræðinga sem haldinn verði annað hvert ár. Torgið við Hörpu hlaut verðlaun í flokknum besta norræna almenningsrýmið. Þráinn Hauksson landslagsarkitekt hjá Landslagi ehf veitti verðlaunum viðtöku fyrir hönd hönnunarteymisins en torgið er hannað af Landslagi í samvinnu við arkítektastofuna Batteríið. Samstarfsaðilar voru Henning Larsen Architects og Ólafur Elíasson.Lýsing höfunda á torginu: Við hönnun svæðisins er skírskotað í sögu svæðisins frá því að vera ósnortin fjara þar sem lækurinn rann til sjávar yfir í það að vera hafnarsvæði. Spegiltjarnir skapa hólmatilfinningu inni á torginu og fjarlægð frá aðliggjandi umferðargötu. Brýrnar yfir tjarnirnar eru í minningu bryggjanna sem stungust þarna áður í sjó fram og mannfagnaða við skipakomur á Ingólfsgarði. Torgið skiptist í þrjú svæði, aðkomutorg, fjölnotatorg og dvalarsvæði í krikanum sem byggingin myndar og snýr vel við sól og skjóli. Svart malbik á meginfletinum undirstrikar hafnaryfirbragðið og gefur byggingunni þann rólega forgrunn sem hún þarfnast. Á regnvotum dögum breytist torgið í einn stóran spegil sem byggingin glitrar í. Setstallar úr bryggjuvið við Kalkofnsveg gefa gestum og gangandi möguleika á að staldra við og sjá bygginguna speglast í vatnsfletinum. Stór bryggjupallur við vesturhlið Hörpu býður upp á útiveru og mögulegar útiveitingar á góðum dögum í nálægð við smábátahöfnina. Gönguleiðir af bryggjunum eru framlengdar yfir Kalkofnsveg í þeim tilgangi að undirstrika forgang gangandi vegfarenda. Miðeyjan Kalkofnsvegar er lögð fjörumöl, lábörðum steinum og ryðguðum stálbitum í minningu upprunalegrar strandlínu. Frekari upplýsingar um torgið við Hörpu og Kalkofnsveg er að finna hér.
Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira