Vinsældir veggfóðurs hafa aukist undanfarin ár. Nú er samkeppnin orðin mikil og fólk óhrætt við að prófa nýjungar.
Þegar fólk velur veggfóður er gott að hafa í huga hvort veggurinn sem á að veggfóðra eigi að fanga athygli fólks þegar það kemur inn í herbergið eða samlagast herberginu og litunum sem þar eru.
Ef fólk vill að veggfóðraður veggur veki athygli er gott að velja æpandi veggfóður eða þannig litað veggfóður sem fólk vill að skeri sig úr frá öðrum litum í herberginu.
Þegar fólk velur veggfóður með mynstri þarf alltaf að kaupa aðeins meira af efni svo mynstrið passi saman. Veggfóður sem líta út fyrir að vera í þrívídd og veggfóður sem breytast við hita eru spennandi nýjungar í veggfóðursheiminum í dag.
Meðfylgjandi má sjá nokkur dæmi um nýjungar.
Facebooksíða Sæbjargar - Saja Interior Design

