Erlent

Nýr snjallsími frá BlackBerry

P9981 var hannaður af bílaframleiðandanum Porsche.
P9981 var hannaður af bílaframleiðandanum Porsche.
Research in Motion, framleiðandi BlackBerry, opinberaði nýjasta snjallsíma sinn um helgina. Síminn er kallaður P9981 og er hannaður af bílaframleiðandanum Porsche.

P9981 býr yfir öllum eiginleikum venjulegra snjallsíma en hann er þó ekki ætlaður venjulegum neytendum. Talið er að P9981 muni kosta rúmlega 200.000 íslenskar krónu en það er mun hærra verð en á venjulegum snjallsímum eins og iPhone 4S og Samsung Galaxy S II.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×