Hjólastóllinn kominn í leitirnar Erla Hlynsdóttir skrifar 7. nóvember 2011 12:15 Mynd/Stefán Fatlaður maður sem varð fyrir því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann var í göngutúr með aðstoðarmanni sínum, fær stólinn sinn aftur í dag. Móðir mannsins telur að þarna hafi verið á ferðinni einstaklingur með brenglað skopskyn. Dóra Bjarnason prófessor sagði frá því í Fréttablaðinu í morgun að fatlaður sonur hennar, Benedikt Hákon Bjarnason, hafi orðið fyrir því að hjólastóll hans hvarf í Elliðaárdalnum í á þriðjudag. Síðan þá hefur Benedikt verið í hjólastól sem hann fékk að láni. Eftir frétt Fréttablaðsins hefur síminn hins vegar ekki stoppað hjá Dóru og er stóllinn kominn í leitirnar. „Ég er bara alveg óskaplega glöð og þakklát, ég er full þakklætis vegna þess að samborgarar hafa tekið eftir þessu. Þau sáu stólinn og létu lögeglu vita, lögreglan sótti hann og við sækjum stólinn á eftir," segir hún.Hjón á kvöldgöngu fundu stólinn Það voru hjón á kvöldgöngu sem fundu yfirgefinn hjólastól í Elliðaárdalnum og létu lögreglu vita. Dóru finnst afar undarlegt að nokkur maður láti sér detta í hug að fjarlægja hjólastól. „Ég bara varð alveg óskaplega hissa. Mér finnst eiginlega alveg óskiljanlegt að maður með einhverja hugsun í höfðinu geri svoleiðis. Ég held að þetta hafi kannski bara verið eitthvað flipp, einhver með heldur brenglað skopskyn farið eitthvað af stað með stólinn og skilið hann svo eftir." Dóra og sonur hennar eru afar ánægð, þrátt fyrir þessa óskemmtilegu reynslu. „Mér finnst gott eftir allt sem hefur gengið á í þessu samfélagi að það sé til fólk sem lætur sig svona varða."Þannig að þetta er saga sem sendar vel? „Þetta er sko saga sem endar vel. Alveg ótrúlega vel." Tengdar fréttir Hjólastólnum stolið af fötluðum manni „Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. 7. nóvember 2011 09:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Fatlaður maður sem varð fyrir því að hjólastóllinn hans var fjarlægður á meðan hann var í göngutúr með aðstoðarmanni sínum, fær stólinn sinn aftur í dag. Móðir mannsins telur að þarna hafi verið á ferðinni einstaklingur með brenglað skopskyn. Dóra Bjarnason prófessor sagði frá því í Fréttablaðinu í morgun að fatlaður sonur hennar, Benedikt Hákon Bjarnason, hafi orðið fyrir því að hjólastóll hans hvarf í Elliðaárdalnum í á þriðjudag. Síðan þá hefur Benedikt verið í hjólastól sem hann fékk að láni. Eftir frétt Fréttablaðsins hefur síminn hins vegar ekki stoppað hjá Dóru og er stóllinn kominn í leitirnar. „Ég er bara alveg óskaplega glöð og þakklát, ég er full þakklætis vegna þess að samborgarar hafa tekið eftir þessu. Þau sáu stólinn og létu lögeglu vita, lögreglan sótti hann og við sækjum stólinn á eftir," segir hún.Hjón á kvöldgöngu fundu stólinn Það voru hjón á kvöldgöngu sem fundu yfirgefinn hjólastól í Elliðaárdalnum og létu lögreglu vita. Dóru finnst afar undarlegt að nokkur maður láti sér detta í hug að fjarlægja hjólastól. „Ég bara varð alveg óskaplega hissa. Mér finnst eiginlega alveg óskiljanlegt að maður með einhverja hugsun í höfðinu geri svoleiðis. Ég held að þetta hafi kannski bara verið eitthvað flipp, einhver með heldur brenglað skopskyn farið eitthvað af stað með stólinn og skilið hann svo eftir." Dóra og sonur hennar eru afar ánægð, þrátt fyrir þessa óskemmtilegu reynslu. „Mér finnst gott eftir allt sem hefur gengið á í þessu samfélagi að það sé til fólk sem lætur sig svona varða."Þannig að þetta er saga sem sendar vel? „Þetta er sko saga sem endar vel. Alveg ótrúlega vel."
Tengdar fréttir Hjólastólnum stolið af fötluðum manni „Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. 7. nóvember 2011 09:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Sjá meira
Hjólastólnum stolið af fötluðum manni „Ég er orðin svo gömul að ég er nánast alveg hætt að verða hissa yfir nokkrum hlut, en ég er mjög hissa yfir þessu. Ég trúi þessu eiginlega ekki,“ segir Dóra Bjarnason prófessor. Fatlaður sonur Dóru, Benedikt Hákon Bjarnason, varð fyrir því að hjólastól hans var stolið meðan hann brá sér í göngutúr með aðstoðarkonu sinni síðastliðinn þriðjudag. 7. nóvember 2011 09:00