Fyrri leikjapakki kvöldsins í Evrópudeildinni - þrjú komust áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2011 20:04 Ander Herrera skaut Athletic Bilbao áfram í 32 liða úrslitin í kvöld. Mynd/AFP Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er nú lokið en þar ber hæst að þrjú lið tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum. Liðin sem eru komin áfram upp úr riðlum sínum eftir leiki kvöldsins eru Athletic Bilbao, PSV Eindhoven og Legia Varsjá. PSV Eindhoven hefði farið áfram með sigri á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en lenti 1-3 undir í leiknum. PSV náði hinsvegar að jafna leikinn 3-3 og 3-1 sigur Legia Varsjá á Rapid Búkarest sá til þess að bæði PSV og Legia eru nú komin áfram í 32 liða úrslitin. Athletic Bilbao er komið áfram eftir 1-0 útisigur á RB Salzburg. PSG er einnig í góðum málum í öðru sætinu eftir 1-0 heimasigur á Slovan Bratislava. Dean Whitehead og Peter Crouch tryggðu Stoke 2-1 útisigur á Maccabi Tel-Aviv og eru lærisveinar Toni Pulis nú með fimm stiga forskot á Dynamo Kiev sem er í 3. sæti riðilsins. Besiktas vann úkraínska liðið og er í 2. sætinu fjórum stigum á eftir Stoke. Stoke-liðið er því í frábærum málum enda búið að ná í 10 af 12 mögulegum stigum í riðlinum. Dean Whitehead skoraði fyrra markið eftir aukaspyrnu og lagði síðan upp það síðara fyrir Crouch. Ísraelsmennirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu allan leikinn með FC Kaupmannaghöfn sem tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Hannover. Dame N'Doye kom FC Kaupmannahöfn yfir en Hannover svaraði með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla og tryggði sér 2-1 sigur. FCK-liðið er nú í 3. sæti riðilsins fjórum stigum á eftir Hannover 96. Sporting Lissabon var þegar búið að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni en þurftu að sætta sig við tap á móti Vaslui í kvöld sem skilaði rúmenska liðinu í ágæta stöðu í öðru sæti riðilsins.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni í kvöld:A-riðillRubin Kazan - Tottenham 1-0 1-0 Bebras Natcho (56.)Shamrock Rovers - PAOK 1-3 0-1 Dimitrios Salpingidis (8.), 0-2 Georgios Fotakis (36.), 0-3 Dimitrios Salpingidis (38.), 1-3 Billy Dennehy (51.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Hannover 96 1-2 1-0 Dame N'Doye (67.), 1-1 Jan Schlaudraff (71.), 1-2 Lars Stindl (74.)Vorskla Poltava - Standard Liege 1-3 1-0 Oloksiy Kurilov (5.), 1-1 Luis Manuel Seijas (17.), 1-2 Kanu (45.), 1-3 Mohamed Tchité (74.)C-riðillLegia Varsjá - Rapid Búkarest 3-1 1-0 Miroslav Radovic (51.), 1-1 Filipe Teixeira (65.), 2-1 Miroslav Radovic (69.), 3-1 Michal Kucharczyk (90.)PSV - Hapoel Tel Aviv 3-3 0-1 Omer Damari (10.), 1-1 Georginio Wijnaldum (12.), 1-2 Toto Tamuz (33.), 1-3 Toto Tamuz (47.), 2-3 Ola Toivonen (59.), 3-3 Kevin Strootman (87.)D-riðillLazio - FC Zürich 1-0 1-0 Cristian Brocchi (62.)Vaslui - Sporting Lissabon 1-0 1-0 Denis Zmeu (30.)E-riðillBesiktas - Dynamo Kiev 1-0 1-0 Egemen Korkmaz (68.)Maccabi Tel Aviv - Stoke 1-2 0-1 Dean Whitehead (51.), 0-2 Peter Crouch (64.), 1-2 Roberto Colautti (90.+1)F-riðillPSG - Slovan Bratislava 1-0 1-0 Javier Pastore (63.)RB Salzburg - Athletic Bilbao 0-1 0-1 Ander Herrera (37.) Evrópudeild UEFA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira
Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er nú lokið en þar ber hæst að þrjú lið tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum. Liðin sem eru komin áfram upp úr riðlum sínum eftir leiki kvöldsins eru Athletic Bilbao, PSV Eindhoven og Legia Varsjá. PSV Eindhoven hefði farið áfram með sigri á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en lenti 1-3 undir í leiknum. PSV náði hinsvegar að jafna leikinn 3-3 og 3-1 sigur Legia Varsjá á Rapid Búkarest sá til þess að bæði PSV og Legia eru nú komin áfram í 32 liða úrslitin. Athletic Bilbao er komið áfram eftir 1-0 útisigur á RB Salzburg. PSG er einnig í góðum málum í öðru sætinu eftir 1-0 heimasigur á Slovan Bratislava. Dean Whitehead og Peter Crouch tryggðu Stoke 2-1 útisigur á Maccabi Tel-Aviv og eru lærisveinar Toni Pulis nú með fimm stiga forskot á Dynamo Kiev sem er í 3. sæti riðilsins. Besiktas vann úkraínska liðið og er í 2. sætinu fjórum stigum á eftir Stoke. Stoke-liðið er því í frábærum málum enda búið að ná í 10 af 12 mögulegum stigum í riðlinum. Dean Whitehead skoraði fyrra markið eftir aukaspyrnu og lagði síðan upp það síðara fyrir Crouch. Ísraelsmennirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu allan leikinn með FC Kaupmannaghöfn sem tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Hannover. Dame N'Doye kom FC Kaupmannahöfn yfir en Hannover svaraði með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla og tryggði sér 2-1 sigur. FCK-liðið er nú í 3. sæti riðilsins fjórum stigum á eftir Hannover 96. Sporting Lissabon var þegar búið að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni en þurftu að sætta sig við tap á móti Vaslui í kvöld sem skilaði rúmenska liðinu í ágæta stöðu í öðru sæti riðilsins.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni í kvöld:A-riðillRubin Kazan - Tottenham 1-0 1-0 Bebras Natcho (56.)Shamrock Rovers - PAOK 1-3 0-1 Dimitrios Salpingidis (8.), 0-2 Georgios Fotakis (36.), 0-3 Dimitrios Salpingidis (38.), 1-3 Billy Dennehy (51.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Hannover 96 1-2 1-0 Dame N'Doye (67.), 1-1 Jan Schlaudraff (71.), 1-2 Lars Stindl (74.)Vorskla Poltava - Standard Liege 1-3 1-0 Oloksiy Kurilov (5.), 1-1 Luis Manuel Seijas (17.), 1-2 Kanu (45.), 1-3 Mohamed Tchité (74.)C-riðillLegia Varsjá - Rapid Búkarest 3-1 1-0 Miroslav Radovic (51.), 1-1 Filipe Teixeira (65.), 2-1 Miroslav Radovic (69.), 3-1 Michal Kucharczyk (90.)PSV - Hapoel Tel Aviv 3-3 0-1 Omer Damari (10.), 1-1 Georginio Wijnaldum (12.), 1-2 Toto Tamuz (33.), 1-3 Toto Tamuz (47.), 2-3 Ola Toivonen (59.), 3-3 Kevin Strootman (87.)D-riðillLazio - FC Zürich 1-0 1-0 Cristian Brocchi (62.)Vaslui - Sporting Lissabon 1-0 1-0 Denis Zmeu (30.)E-riðillBesiktas - Dynamo Kiev 1-0 1-0 Egemen Korkmaz (68.)Maccabi Tel Aviv - Stoke 1-2 0-1 Dean Whitehead (51.), 0-2 Peter Crouch (64.), 1-2 Roberto Colautti (90.+1)F-riðillPSG - Slovan Bratislava 1-0 1-0 Javier Pastore (63.)RB Salzburg - Athletic Bilbao 0-1 0-1 Ander Herrera (37.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira