Fyrri leikjapakki kvöldsins í Evrópudeildinni - þrjú komust áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2011 20:04 Ander Herrera skaut Athletic Bilbao áfram í 32 liða úrslitin í kvöld. Mynd/AFP Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er nú lokið en þar ber hæst að þrjú lið tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum. Liðin sem eru komin áfram upp úr riðlum sínum eftir leiki kvöldsins eru Athletic Bilbao, PSV Eindhoven og Legia Varsjá. PSV Eindhoven hefði farið áfram með sigri á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en lenti 1-3 undir í leiknum. PSV náði hinsvegar að jafna leikinn 3-3 og 3-1 sigur Legia Varsjá á Rapid Búkarest sá til þess að bæði PSV og Legia eru nú komin áfram í 32 liða úrslitin. Athletic Bilbao er komið áfram eftir 1-0 útisigur á RB Salzburg. PSG er einnig í góðum málum í öðru sætinu eftir 1-0 heimasigur á Slovan Bratislava. Dean Whitehead og Peter Crouch tryggðu Stoke 2-1 útisigur á Maccabi Tel-Aviv og eru lærisveinar Toni Pulis nú með fimm stiga forskot á Dynamo Kiev sem er í 3. sæti riðilsins. Besiktas vann úkraínska liðið og er í 2. sætinu fjórum stigum á eftir Stoke. Stoke-liðið er því í frábærum málum enda búið að ná í 10 af 12 mögulegum stigum í riðlinum. Dean Whitehead skoraði fyrra markið eftir aukaspyrnu og lagði síðan upp það síðara fyrir Crouch. Ísraelsmennirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu allan leikinn með FC Kaupmannaghöfn sem tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Hannover. Dame N'Doye kom FC Kaupmannahöfn yfir en Hannover svaraði með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla og tryggði sér 2-1 sigur. FCK-liðið er nú í 3. sæti riðilsins fjórum stigum á eftir Hannover 96. Sporting Lissabon var þegar búið að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni en þurftu að sætta sig við tap á móti Vaslui í kvöld sem skilaði rúmenska liðinu í ágæta stöðu í öðru sæti riðilsins.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni í kvöld:A-riðillRubin Kazan - Tottenham 1-0 1-0 Bebras Natcho (56.)Shamrock Rovers - PAOK 1-3 0-1 Dimitrios Salpingidis (8.), 0-2 Georgios Fotakis (36.), 0-3 Dimitrios Salpingidis (38.), 1-3 Billy Dennehy (51.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Hannover 96 1-2 1-0 Dame N'Doye (67.), 1-1 Jan Schlaudraff (71.), 1-2 Lars Stindl (74.)Vorskla Poltava - Standard Liege 1-3 1-0 Oloksiy Kurilov (5.), 1-1 Luis Manuel Seijas (17.), 1-2 Kanu (45.), 1-3 Mohamed Tchité (74.)C-riðillLegia Varsjá - Rapid Búkarest 3-1 1-0 Miroslav Radovic (51.), 1-1 Filipe Teixeira (65.), 2-1 Miroslav Radovic (69.), 3-1 Michal Kucharczyk (90.)PSV - Hapoel Tel Aviv 3-3 0-1 Omer Damari (10.), 1-1 Georginio Wijnaldum (12.), 1-2 Toto Tamuz (33.), 1-3 Toto Tamuz (47.), 2-3 Ola Toivonen (59.), 3-3 Kevin Strootman (87.)D-riðillLazio - FC Zürich 1-0 1-0 Cristian Brocchi (62.)Vaslui - Sporting Lissabon 1-0 1-0 Denis Zmeu (30.)E-riðillBesiktas - Dynamo Kiev 1-0 1-0 Egemen Korkmaz (68.)Maccabi Tel Aviv - Stoke 1-2 0-1 Dean Whitehead (51.), 0-2 Peter Crouch (64.), 1-2 Roberto Colautti (90.+1)F-riðillPSG - Slovan Bratislava 1-0 1-0 Javier Pastore (63.)RB Salzburg - Athletic Bilbao 0-1 0-1 Ander Herrera (37.) Evrópudeild UEFA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er nú lokið en þar ber hæst að þrjú lið tryggðu sér sæti í 32 liða úrslitunum. Liðin sem eru komin áfram upp úr riðlum sínum eftir leiki kvöldsins eru Athletic Bilbao, PSV Eindhoven og Legia Varsjá. PSV Eindhoven hefði farið áfram með sigri á Hapoel Tel Aviv í Ísrael en lenti 1-3 undir í leiknum. PSV náði hinsvegar að jafna leikinn 3-3 og 3-1 sigur Legia Varsjá á Rapid Búkarest sá til þess að bæði PSV og Legia eru nú komin áfram í 32 liða úrslitin. Athletic Bilbao er komið áfram eftir 1-0 útisigur á RB Salzburg. PSG er einnig í góðum málum í öðru sætinu eftir 1-0 heimasigur á Slovan Bratislava. Dean Whitehead og Peter Crouch tryggðu Stoke 2-1 útisigur á Maccabi Tel-Aviv og eru lærisveinar Toni Pulis nú með fimm stiga forskot á Dynamo Kiev sem er í 3. sæti riðilsins. Besiktas vann úkraínska liðið og er í 2. sætinu fjórum stigum á eftir Stoke. Stoke-liðið er því í frábærum málum enda búið að ná í 10 af 12 mögulegum stigum í riðlinum. Dean Whitehead skoraði fyrra markið eftir aukaspyrnu og lagði síðan upp það síðara fyrir Crouch. Ísraelsmennirnir minnkuðu muninn í uppbótartíma Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu allan leikinn með FC Kaupmannaghöfn sem tapaði 1-2 á heimavelli á móti þýska liðinu Hannover. Dame N'Doye kom FC Kaupmannahöfn yfir en Hannover svaraði með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla og tryggði sér 2-1 sigur. FCK-liðið er nú í 3. sæti riðilsins fjórum stigum á eftir Hannover 96. Sporting Lissabon var þegar búið að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni en þurftu að sætta sig við tap á móti Vaslui í kvöld sem skilaði rúmenska liðinu í ágæta stöðu í öðru sæti riðilsins.Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni í kvöld:A-riðillRubin Kazan - Tottenham 1-0 1-0 Bebras Natcho (56.)Shamrock Rovers - PAOK 1-3 0-1 Dimitrios Salpingidis (8.), 0-2 Georgios Fotakis (36.), 0-3 Dimitrios Salpingidis (38.), 1-3 Billy Dennehy (51.)B-riðillFC Kaupmannahöfn - Hannover 96 1-2 1-0 Dame N'Doye (67.), 1-1 Jan Schlaudraff (71.), 1-2 Lars Stindl (74.)Vorskla Poltava - Standard Liege 1-3 1-0 Oloksiy Kurilov (5.), 1-1 Luis Manuel Seijas (17.), 1-2 Kanu (45.), 1-3 Mohamed Tchité (74.)C-riðillLegia Varsjá - Rapid Búkarest 3-1 1-0 Miroslav Radovic (51.), 1-1 Filipe Teixeira (65.), 2-1 Miroslav Radovic (69.), 3-1 Michal Kucharczyk (90.)PSV - Hapoel Tel Aviv 3-3 0-1 Omer Damari (10.), 1-1 Georginio Wijnaldum (12.), 1-2 Toto Tamuz (33.), 1-3 Toto Tamuz (47.), 2-3 Ola Toivonen (59.), 3-3 Kevin Strootman (87.)D-riðillLazio - FC Zürich 1-0 1-0 Cristian Brocchi (62.)Vaslui - Sporting Lissabon 1-0 1-0 Denis Zmeu (30.)E-riðillBesiktas - Dynamo Kiev 1-0 1-0 Egemen Korkmaz (68.)Maccabi Tel Aviv - Stoke 1-2 0-1 Dean Whitehead (51.), 0-2 Peter Crouch (64.), 1-2 Roberto Colautti (90.+1)F-riðillPSG - Slovan Bratislava 1-0 1-0 Javier Pastore (63.)RB Salzburg - Athletic Bilbao 0-1 0-1 Ander Herrera (37.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira