1. deildarlið ÍR stóð í N1-deildarliði Vals er liðin mættust í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins í kvöld.
ÍR leiddi í hálfleik en Valur náði völdum á vellinum í síðari hálfleik og náði að kreista fram fjögurra marka sigur.
ÍR-Valur 19-23 (11-10)
Mörk ÍR: Hreiðar Haraldsson 6, Guðni Kristinsson 5, Davíð Georgsson 3, Ólafur Sigurgeirsson 2, Halldór Logi Árnason 1, Brynjar Steinarsson 1, Eggert Sveinn Jóhannsson 1.
Mörk Vals: Finnur Ingi Stefánsson 6, Sturla Ásgeirsson 5, Orri Freyr Gíslason 4, Anton Rúnarsson 4, Magnús Einarsson 2, Sigfús Sigurðsson 2.
Valur marði sigur á ÍR
