Ætlar ekki að vera bankamaðurinn sem hlustaði ekki Hafsteinn Hauksson skrifar 20. nóvember 2011 20:30 "Ég setti mér þá reglu eftir að ég tók við þessu starfi að taka öllum svona hugmyndum vel," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um hugmyndir um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi í nýjasta þætti Klinksins. Slíkar hugmyndir hafa verið uppi víða um heim allt frá því bankakreppan hófst, en efnahags- og viðskiptaráðherra vakti nýverið máls á þeim möguleika hér á landi. "Ég ætla ekki að vera bankamaðurinn sem hlustaði ekki, svo við hlustum á það sem aðrir hafa að segja," segir Birna "Fjárfestingabankastarfsemi í íslensku bönkunum er mjög takmörkuð eins og staðan er í dag, en auðvitað er vert að skoða þetta eftir því sem hún vex." Sumir hafa hent að því gaman að íslensku bankarnir stundi nú fyrst og fremst viðskiptabankastarfsemi sem lýsa megi með 3-6-3 módelinu svokallaða; 3% innlánsvextir, 6% útlánsvextir og forstjórinn er mættur á golfvöllinn klukkan 3. "Ekki þetta með að mæta á golfvöllinn, ég get alveg sagt þér það," segir Birna spurð hvort Íslandsbanki starfi samkvæmt slíku módeli. "En auðvitað er stærsta starfsemi bankanna viðskiptabankastarfsemi. Hún hefur breyst úr því að vera lítill hluti, eins og í gömlu bönkunum, í það að vera meginhluti hagnaðar og veltu bankans. Við vonum samt að markaðir fari hér meira af stað, og við vonum að það sé eitthvað að gerast í Kauphöllinni. Þegar við losnum við gjaldeyrishöftin fer fjárfestingabankastarfsemi og miðlun áfram af stað. Sá hluti bankans á eftir að vaxa, á meðan viðskiptabankahlutinn er frekar stabíll." Horfa má á viðtalið við Birnu í heild sinni hér á sjónvarpssíðu Vísis. Klinkið Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Sjá meira
"Ég setti mér þá reglu eftir að ég tók við þessu starfi að taka öllum svona hugmyndum vel," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um hugmyndir um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi í nýjasta þætti Klinksins. Slíkar hugmyndir hafa verið uppi víða um heim allt frá því bankakreppan hófst, en efnahags- og viðskiptaráðherra vakti nýverið máls á þeim möguleika hér á landi. "Ég ætla ekki að vera bankamaðurinn sem hlustaði ekki, svo við hlustum á það sem aðrir hafa að segja," segir Birna "Fjárfestingabankastarfsemi í íslensku bönkunum er mjög takmörkuð eins og staðan er í dag, en auðvitað er vert að skoða þetta eftir því sem hún vex." Sumir hafa hent að því gaman að íslensku bankarnir stundi nú fyrst og fremst viðskiptabankastarfsemi sem lýsa megi með 3-6-3 módelinu svokallaða; 3% innlánsvextir, 6% útlánsvextir og forstjórinn er mættur á golfvöllinn klukkan 3. "Ekki þetta með að mæta á golfvöllinn, ég get alveg sagt þér það," segir Birna spurð hvort Íslandsbanki starfi samkvæmt slíku módeli. "En auðvitað er stærsta starfsemi bankanna viðskiptabankastarfsemi. Hún hefur breyst úr því að vera lítill hluti, eins og í gömlu bönkunum, í það að vera meginhluti hagnaðar og veltu bankans. Við vonum samt að markaðir fari hér meira af stað, og við vonum að það sé eitthvað að gerast í Kauphöllinni. Þegar við losnum við gjaldeyrishöftin fer fjárfestingabankastarfsemi og miðlun áfram af stað. Sá hluti bankans á eftir að vaxa, á meðan viðskiptabankahlutinn er frekar stabíll." Horfa má á viðtalið við Birnu í heild sinni hér á sjónvarpssíðu Vísis.
Klinkið Mest lesið Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Viðskipti innlent Björn Brynjúlfur selur Moodup Viðskipti innlent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Viðskipti innlent Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Viðskipti erlent Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Viðskipti innlent Að hringja sig inn veik á mánudögum Atvinnulíf Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion banki og Alda hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins Björn Brynjúlfur selur Moodup Katrín Ýr frá JBT Marel til Heilsu Bein útsending: Menntadagur atvinnulífsins Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025 Bein útsending: Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi afhent Keypti hjónin út og á Extraloppuna nú ein Lokatilraun til að bjarga loðnuvertíð Varar við glötuðum tækifærum í kringum almyrkvann á næsta ári Þau hlutu UT-verðlaunin í ár Greiða Póstinum 618 milljónir fyrir alþjónustu Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Sjá meira