Í kvöld klukkan 19:22 varð jarðskjálfti í Ljósavatnsfjalli u.þ.b. 14 kílómetrum austan Akureyrar samkvæmt tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Hann var 3.2 að stærð. Tveir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, annar kl:19:36 og var hann (1,5 Ml) hinn kl. 19:46 (2,5 Ml).
Skjálftarnir voru á 6 og 9 kílómetra dýpi og fundust vel á Akureyri. Ekki hafa mælst frekari jarðhræringar á svæðinu.
Þrír jarðskjálftar nærri Akureyri
