Stórsigur Tottenham dugði ekki - úr leik í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2011 17:45 Andros Townsend. Mynd/Nordic Photos/Getty Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er lokið og þar var aðeins eitt laust sæti í boði í 32 liða úrslitin. Standard Liege og Hannover voru komin áfram úr B-riðli og sömu sögu er að segja af PSV Eindhoven og Legia Varsjá í C-riðli. Spennan var hinsvegar í A-riðlinum þar sem Tottenham þurfti á hálfgerðu kraftaverki að halda. Tottenham vann 4-0 útisigur á Shamrock Rovers en það dugði ekki því Rubin Kazan náði 1-1 jafntefli á móti PAOK. Tottenham varð að vinna sinn leik á Shamrock Rovers, treysta á það að Rubin Kazan tapaði fyrir PAOK, sem var þegar komið áfram, auk þess að Tottenham-menn þurfu að vinna upp sex mörk sem Rubin var með í forskot í markatölu. Þetta leit vel út í hálfleik þegar Tottenham var 3-0 yfir og Rubin Kazan var 0-1 undir í Grikklandi. Rubin tókst hinsvegar að jafna leikinn manni færri og Tottenham bætti bara við einu mark í seinni hálfleik. Steven Pienaar kom Tottenham í 1-0 á 29. mínútu en skot hans af vítateignum hafði viðkomu í varnarmanni á leið sinni í markið. Andros Townsend bætti við öðru marki á 38. mínútu með laglegu skoti utarlega út teignum eftir sendingu frá Jermain Defoe og þeir skiptu síðan um hlutverk þegar Defoe skoraði þriðja markið á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Andros Townsendog og laglegan snúning í teignum. Fjórða mark Tottenham kom síðan ekki fyrr en á lokamínútu leiksins þegar Harry Kane skoraði eftri sendingu frá Andros Townsend. Rubin Kazan missti mann af velli á 13. mínútu og lenti 0-1 undir á 16. mínútu en tókst að jafna leikinn í seinni hálfleik. Nelson Valdez skoraði jöfnunarmarkið á 48. mínútu og tryggði Rubin Kazan sæti í 32 liða úrslitunum.Úrslit og markaskorarar í kvöldA-riðill (PAOK og Rubin Kazan fóru áfram)PAOK - Rubin Kazan 1-1 1-0 Vieirinha (16.), 1-1 Nelson Valdez (48.)Shamrock Rovers - Tottenham 0-4 0-1 Steven Pienaar (29.), 0-2 Andros Townsend (38.), 0-3 Jermain Defoe (45.), 0-4 Harry Kane (90.)B-riðill (Standard Liege og Hannover fóru áfram)FC Kaupmannahöfn - Standard Liege 0-1 0-1 Michy Batshuayi (31.),Hannover 96 - Vorskla Poltava 3-1 1-0 Konstantin Rausch (25.) , 2-0 Didier Konan Ya (33.), 2-1 Roman Bezus (45.), 3-1 Artur Sobiech (78.)C-riðill (PSV Eindhoven og Legia Varsjá fóru áfram)Hapoel Tel Aviv - Legia Warszawa 2-0 1-0 Salim Toama (33.), 2-0 Avihai Yadin (76.)PSV - Rapid Bucuresti 2-1 1-0 Stanislav Manolev (75.), 2-0 Tim Matavz (79.), 2-1 Daniel Pancu (90.) Evrópudeild UEFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er lokið og þar var aðeins eitt laust sæti í boði í 32 liða úrslitin. Standard Liege og Hannover voru komin áfram úr B-riðli og sömu sögu er að segja af PSV Eindhoven og Legia Varsjá í C-riðli. Spennan var hinsvegar í A-riðlinum þar sem Tottenham þurfti á hálfgerðu kraftaverki að halda. Tottenham vann 4-0 útisigur á Shamrock Rovers en það dugði ekki því Rubin Kazan náði 1-1 jafntefli á móti PAOK. Tottenham varð að vinna sinn leik á Shamrock Rovers, treysta á það að Rubin Kazan tapaði fyrir PAOK, sem var þegar komið áfram, auk þess að Tottenham-menn þurfu að vinna upp sex mörk sem Rubin var með í forskot í markatölu. Þetta leit vel út í hálfleik þegar Tottenham var 3-0 yfir og Rubin Kazan var 0-1 undir í Grikklandi. Rubin tókst hinsvegar að jafna leikinn manni færri og Tottenham bætti bara við einu mark í seinni hálfleik. Steven Pienaar kom Tottenham í 1-0 á 29. mínútu en skot hans af vítateignum hafði viðkomu í varnarmanni á leið sinni í markið. Andros Townsend bætti við öðru marki á 38. mínútu með laglegu skoti utarlega út teignum eftir sendingu frá Jermain Defoe og þeir skiptu síðan um hlutverk þegar Defoe skoraði þriðja markið á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Andros Townsendog og laglegan snúning í teignum. Fjórða mark Tottenham kom síðan ekki fyrr en á lokamínútu leiksins þegar Harry Kane skoraði eftri sendingu frá Andros Townsend. Rubin Kazan missti mann af velli á 13. mínútu og lenti 0-1 undir á 16. mínútu en tókst að jafna leikinn í seinni hálfleik. Nelson Valdez skoraði jöfnunarmarkið á 48. mínútu og tryggði Rubin Kazan sæti í 32 liða úrslitunum.Úrslit og markaskorarar í kvöldA-riðill (PAOK og Rubin Kazan fóru áfram)PAOK - Rubin Kazan 1-1 1-0 Vieirinha (16.), 1-1 Nelson Valdez (48.)Shamrock Rovers - Tottenham 0-4 0-1 Steven Pienaar (29.), 0-2 Andros Townsend (38.), 0-3 Jermain Defoe (45.), 0-4 Harry Kane (90.)B-riðill (Standard Liege og Hannover fóru áfram)FC Kaupmannahöfn - Standard Liege 0-1 0-1 Michy Batshuayi (31.),Hannover 96 - Vorskla Poltava 3-1 1-0 Konstantin Rausch (25.) , 2-0 Didier Konan Ya (33.), 2-1 Roman Bezus (45.), 3-1 Artur Sobiech (78.)C-riðill (PSV Eindhoven og Legia Varsjá fóru áfram)Hapoel Tel Aviv - Legia Warszawa 2-0 1-0 Salim Toama (33.), 2-0 Avihai Yadin (76.)PSV - Rapid Bucuresti 2-1 1-0 Stanislav Manolev (75.), 2-0 Tim Matavz (79.), 2-1 Daniel Pancu (90.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira