Fótbolti

Kona skotin í bíl Adriano

Adriano svarar hér spurningum fréttamanna eftir að hafa verið sleppt af lögreglunni.
Adriano svarar hér spurningum fréttamanna eftir að hafa verið sleppt af lögreglunni.
Jólin voru ekkert sérstaklega skemmtileg hjá brasilíska framherjanum Adriano en hann var í yfirheyrslu hjá lögreglunni allan jóladag.

Þangað var Adriano leiddur eftir að kona hafði slasast í bíl hans er skot hljóp af byssu. Í fyrstu sagði konan að Adriano hefði verið að leika sér með byssuna er skotið hljóp af og fór í hendina á henni.

Hún hefur nú breytt vitnisburði sínum og segist sjálf hafa skotið sig í hendina í bílnum. Hún var í bílnum ásamt Adriano, tveim öðrum stúlkum og lífverði knattspyrnukappans en sá átti byssuna. Þau hafa öll borið vitni um að stúlkan hafi skotið sig sjálf.

Adriano sleppur því líklega við ákæru en þetta er enn ein sorgarsagan á ferli þessa skrautlega leikmanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×