Fótbolti

Celtic vann risaslaginn í Skotlandi

Ledley skorar hér eina mark leiksins.
Ledley skorar hér eina mark leiksins.
Celtic komst á topp skosku úrvalsdeildarinnar í kvöld er það lagði erkifjendurna í Rangers í kvöld. Lokatölur 1-0 fyrir Celtic en það var Joe Ledley sem skoraði eina mark leiksins.

Celtic var stigi á eftir Rangers fyrir leikinn en er nú með tveggja stiga forskot á toppnum. Celtic var fimmtán stigum á eftir Rangers í upphafi Nóvembermánaðar og ótrúlegar sviptingar á síðustu vikum.

Kári Árnason var í liði Aberdeen sem gerði markalaust jafntefli við Hearts. Kári lék allan leikinn.

Guðlaugur Victor Pálsson var á bekknum hjá Hibernian sem gerði 1-1 jafntefli gegn Inverness. Guðlaugur spilaði síðustu 15 mínútur leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×