Fótbolti

Indverskt lið vill fá Teit

Teitur Þórðarson.
Teitur Þórðarson.
Knattspyrnuþjálfarinn Teitur Þórðarson er á lausu eftir að hafa verið rekinn frá Vancouver Whitecaps. Hann er nú orðaður við félagslið í Indlandi samkvæmt TV2 í Noregi.

Teitur segist ekki vilja staðfesta að hann sé í viðræðum við indverska liðið en viðurkennir að vera í viðræðum um starf á framandi slóðum.

Hann segir mikilvægt að fá skýr svör við öllu áður en hann ákveður að taka við starfi í framandi landi.

Indverska knattspyrnusambandið ætlar sér stóra hluti á næstu árum með deildarkeppnina sem hefur ekki verið upp á marga fiska. Indverjar ætla sér að nota sama módel og var notað þegar MLS deildin var stofnuð í Bandaríkjunum. Indverjar eru í 162. sæti á FIFA listanum en til samanburðar er Ísland í 104. sæti.

Teitur hefur búið í Osló síðan hann var rekinn frá Vancouver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×