Fótbolti

Alfreð og félögum tókst ekki að vinna botnliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alfreð Finnbogason var þriðja leikinn í röð í byrjunarliði Lokeren í markalausu jafntefli á móti botnliði Sint-Truiden í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Alfreð sem var meiddur framan af tímabili en er nú að komast aftur í gang. Hann var tekinn útaf á 69. mínútu leiksins í kvöld en hann spilaði í 86 mínútur í 1-1 jafntefli á móti Standard Liege og í 64 mínútur í 2-3 tapi á móti Anderlecht.

Lokeren er í 12 sæti deildarinnar, átta stigum á undan Sint-Truiden, sem er áfram í neðsta sæti deildarinnar. Lokeren hefur aðeins náð að vinna 4 af 19 fyrstu leikjunum en þetta var áttunda jafntefli liðsins á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×