Fótbolti

Sunnudagsmessan: Liverpool og Sigmar Þröstur!

Það verður nóg um að vera í ensku knattspyrnunni á öðrum degi jóla en heil umferð fór fram í vikunni. Hið fornfræga lið Liverpool á fjölmarga stuðningsmenn hér á landi en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Wigan s.l. miðvikudag. Heimir Guðjónsson var gestur í Sunnudagsmessunni hjá Guðmundi Benediktssyni á fimmtudaginn og Heimir hafði sterkar skoðanir á Kenny Dalglish og Liverpool.

Með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan má sjá og heyra hvað Heimir hafði að segja um Liverpool. Hjörvar Hafliðason lagði einnig í púkkið með Heimi og handboltamarkvörðurinn úr Vestmannaeyjum Sigmar Þröstur kom við sögu – þótt ótrúlegt sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×