Fótbolti

David Beckham er enn og aftur tekjuhæsti fótboltamaður heims

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
David Beckham er langtekjuhæsti fótboltamaður veraldar.
David Beckham er langtekjuhæsti fótboltamaður veraldar. Getty Images / Nordic Photos
Enski fótboltamaðurinn David Beckham er enn og aftur í efsta sæti yfir tekjuhæstu fótboltamenn heims. Beckham gefur ekkert eftir á þessu sviði þrátt fyrir að vera 36 ára en hann varð bandarískur meistari með liði sínu LA Galaxy á þessu ári. Beckham hefur afrekað það að vera meistari í þremur löndum, Englandi, Spáni og Bandaríkjunum.

Hafa ber í huga að árstekjurnar sem gefnar eru upp eru heildartekjur, laun og þóknanir vegna auglýsinga – og samstarfssamninga.

10 tekjuhæstu fótboltamenn heims árið 2011 eru:

10. Samuel Eto'o, Kamerún. Árstekjur 1,8 milljarðar kr. Hinn þrítugi framherji samdi við rússneska liðið Anzhi Makhachkala s.l. sumar.

9. Frank Lampard, England. Árstekjur 2,1 milljarðar kr. Lampard er 33 ára gamli miðjumaður hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea.

8. Zlatan Ibrahimovic, Svíþjóð. Árstekjur 2,15 milljarðar kr. Heildareignir Ibrahimovic eru metnar á 7,3 milljarða kr. Ibrahimovic er þrítugur framherji sem leikur með AC Milan á Ítalíu

7. Wayne Rooney, England. Árstekjur 2,45 milljarðar kr. Rooney er 26 ára gamall framherji sem leikur með Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

6. Thierry Henry, Frakkland. Árstekjur 2,6 milljarðar kr. Henry er 34 ára gamall framherji sem leikur með New York Redbulls í bandarísku MLS deildinni.

5. Ronaldinho, Brasilía. Árstekjur 2,95 milljarðar kr. Ronaldinho er 31 árs gamall sóknarleikmaður sem leikur með Flamengo í Brasilíu.

4. Ricardo Kaka, Brasilía. Árstekjur 3,1 milljarður kr. Kaká er 29 ára gamall miðjumaður og leikur hann með Real Madrid á Spáni.

3. Lionel Messi, Argentína. Árstekjur 3,92 milljarðar kr. Messi er 24 ára gamall framherji sem leikur með Barcelona á Spáni.

2. Cristiano Ronaldo, Portúgal. Árstekjur 4,7 milljarðar kr. Ronaldo er 26 ára gamall framhherji sem leikur með Real Madrid á Spáni.

1. David Beckham, England. Árstekjur 4,9 milljarðar kr. Beckham er 36 ára gamall og hefur leikið með LA Galaxy í bandarísku MLS deildinni undanfarin ár. Það er óljóst hvar Beckham mun leika fótbolta á næstunni en hann hefur verið sterklega orðaður við franska liðið PSG að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×