Fótbolti

Ancelotti ráðinn þjálfari PSG

Ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti var í dag ráðinn þjálfari franska félagsins PSG. Þessi tíðindi koma ekki á óvart enda hefur ráðningin legið í loftinu í talsverðan tíma.

Ancelotti tekur við liðinu af Antoine Kombouare sem var rekinn. Ancelotti þjálfaði síðast lið Chelsea.

Moldríkir eigendur frá Katar keyptu PSG fyrir skömmu og ætla sér stóra hluti með félagið. Þeir eru til í að eyða miklum peningum til þess að gera PSG að stórveldi og má reikna með því að stór nöfn gangi í raðir félagsins á næstunni.

Þar á meðal er David Beckham sem mun þéna gríðarlegar fjárhæðir semji hann við liðið eins og flest bendir til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×