Fótbolti

Látinn dómari á lista FIFA út næsta ár

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Sá FIFA-dómari sem mun hafa minnst að gera árið 2012 er nígeríski dómarinn Auwalu Barau. Ástæðan er einföld. Maðurinn er látinn.

Nígeríska knattspyrnusambandið setti Barau á FIFA-listann sinn er hann var veikur. Þá var enn von um að dómarinn myndi jafna sig. Hann lést aftur á móti þann 4. desember síðastliðinn, á sama tíma og FIFA gaf út listann yfir alþjóðlega dómara frá landinu.

Ekki er hægt að breyta dómaralistanum eftir að FIFA hefur samþykkt hann og því verður Barau skráður sem FIFA-dómari allt næsta ár þó svo hann sé látinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×