Erlent

Fyrrverandi forseti dæmdur í 35 ára fangelsi

Ben ali og kona hans Leila þegar allt lék í lyndi.
Ben ali og kona hans Leila þegar allt lék í lyndi.
Dómstóll í Túnis hefur dæmt forsetann fyrrverandi, Zine Ben Ali og eiginkonu hans Leilu í 35 ára fangelsi fyrir fjárdrátt og misnotkun á almannafé. Hjónin sem flúðu land til Sádí Arabíu í Janúar eftir að almenningur hafði mótmælt ástandinu í landinu, voru einnig sektuð um 66 milljónir dollara.

Saksóknarar eru meðal annars sagðir hafa fundið reiðufé og skartgripi fyrir um 27 milljónir dollara í einni af mörgum höllum þeirra eftir að þau flúðu land. Að sögn fréttararitara BBC í Túnis er ólíklegt að Sádí Arabar fallist á að hjónin verði framseld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×