Erlent

Osama og al-Kaída undirbjuggu hryðjuverk í Bandaríkjunum

Osama bin Laden, og aðrir forystumenn í al-Kaída samtökunum voru að undirbúa hryðjuverk í Bandaríkjunum.  Skjöl sem sanna þetta voru gripin í árás sérsveitar á hýbýli Osama í Pakistan.

Hryðjuverkin áttu að eiga sér stað á 10 ára afmæli hryðjuverkaárásarinnar í Bandaríkjunum 11. september 2001.

Ætlun al-Kaída var að ráðast á lestarkerfið í Bandaríkjunum með því að láta farþegalest fara af sporinu og hrapa niður í gil. Meðal annars mun hafa fundist minnisblað ritað af Osama með áætlun um aðgerðina að því er segir í frétt á BBC um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×